Við erum ekki dauðir úr öllum æðum og bættum við okkur allavega einum þætti í viðbót þetta sumar. Enda er líka fullt að frétta:
- Landspítalinn þróar app.
- Myndlyklar eru ennþá fáránlega vinsælir.
- Stór uppfærsla fyrir Vivaldi með pósti, dagatali og RSS lesara.
- Encroapp-„hakk“ frönsku löggunar nælir í íslenska bófa.
- Apple kaupir sýningarétt MLS (BNA fótboltadeild).
- Google-gervigreind öðlast sál, samkvæmt dulrænum presti sem starfar hjá Google.
- Ford innkallar bíla en byrjar að afhenda F150 Lightning.
- Microsoft jarðar Internet Explorer eftir 26 ár.
- Microsoft heldur feita tölvuleikjakynningu.
- Atli prófar Sony XM5 heyrnatólin.
Þessi þáttur er í boði Macland 🍏
Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Marinó Fannar Pálsson.