Certís netöryggissveit Fjarskiptastofu sendir frá sér viðvörun vegna stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og biður íslenskt fyrirtæki um að herða ólina. Krónan er að prufukeyra beta útgáfu af vefverslun, en fram að þessu hefur Krónan einungis boðið upp á app. Tesla Model Y keyrði í poll og dó rafhlaðan skömmu síðar. Þola Tesla bílar ekki erfiðar aðstæður hér á Íslandi? Gulli keypti sér töfratæki sem hefur umbylt heimili hans: rafmagnsskæri.
Rivian rafbílasprotinn hækkar verð ógætilega og ýtir þeim að forpöntunum. Stríðið í Úkraínu hefur ekki bara áhrif á netöryggi, heldur einnig örgjörvaframleiðslu heimsins sem var nú þegar á slæmum stað. Apple sendi út boð fyrir viðburð sem á sér stað 8. mars næstkomandi og við rennum (aftur) yfir orðróma.
Þessi þáttur er í boði Macland sem selja tækin sem við elskum.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson.