Við förum yfir tæknifréttir vikunnar og fáum góðan gest í þáttinn til að ræða rafbílavæðingu Íslands, hann Kolbein Marteinsson.
Fyrsta íslenska frétt vikunnar er einmitt rafbílafrétt því Tesla opnaði í vikunni ofurhleðslustöðvar á Akureyri. HR var hakkað og krefst óprúttinn aðili lausnargjalds fyrir gögn sem hann heldur í gíslingu. En ætlar HR að borga lausnargjaldið?
Þagnarbindi tækniumfjallara rofnuðu og fyrstu umsagnir Macbook Pro fartölva og Airpods 3 fylltu Youtube strauminn hans Atla. Macbook Pro afköst virðast fara fram úr væntingum og henta vel fyrir þau sem vinna við myndvinnslu og efnisframleiðslu.
Svo fáum við „þáttarbrjótanda“-fréttir: Airpods 3 heyrnatólin eru komin í sölu á Elko.is!!
Þessi þáttur er í boði Bruggstofunnar Honkítonk BBQ og Elko. Hlustendur Tæknivarpsins eru með 10% afslátt af drykkjum hjá Bruggstofunni.
Stjórnendur eru: Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.