Reykjavík Haus hefur verið samþykkt í borgarráði Reykjavíkur og mun opna sköpunarsetur í efri hæðum Hafnarhússins. Evrópusambandið er að búið að senda ákvörðun á Apple um meinta misnotkun á aðgengi þriðja aðila að NFC-hluta iPhone síma og getur sektað Apple um 10 prósent af heildartekjum. Xbox prik er á leiðinni sem mun bjóða upp á sjónvarpsstreymi-app og leikjastreymispilun, og kemur vonandi út innan 12 mánaða. Fortnite er loksins hægt að spila, en í gegnum Xbox cloud gaming (sem er ekki í boði á Íslandi). Google bjó til sveigjanlega útgáfu af Robot letrinu sínu, sem er hægt að stilla í döðlur.
Sennheiser Momentum Truly Wireless 3s létta og gera fyrri útgáfu ódýrari. Sony WH-1000XM5 mikið endurnýjuð heyrnartól koma líklega út 12. maí næstkomandi. Það er langt í næstu sendingu af Snap Pixy drónanum, sem virðist hafa fengið góðar viðtökur. Atli fjallar um Sony Linkbuds heyrnartólin sem eru alveg þráðlaus heyrnartól sem fara EKKI inn í eyrun. Sala á Chromebook tölvum hrynur um 60 prósent og Apple seldi mest af tölvum (og spjaldtölvum) á síðasta ársfjórðungi.
Þessi þáttur er í Macland sem selur tækin sem við elskum.
Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason.