Tæknivarpið – Tugþúsund Íslendinga í Facebook leka

Sýn er búið að selja óvirka inn­viði og fær fyrir það 6,1 ma. ISK en skuld­bindur sig til að leigja búnað til 20 ára á móti. Þetta virð­ist vera góð sala en hvaða áhrif gæti þetta haft á verð og gæði í fram­tíð­inni?

Origo kaupir upp­lýs­inga­tækni­ör­ygg­is­fyr­ir­tæki Syndis af eig­endum þess og sam­einar núver­andi deild við Syndis teymið.

Gögn úr Face­book-hakki frá árinu 2019 skaut upp kolli í vik­unni og þar er að finna tug­þús­undir Íslend­inga og í heild yfir 500 milljón færslur um not­end­ur. Þarna er hægt oft­ast að finna nafn, net­fang og síma­númer not­anda. Gögnin eru aðgengi­leg og það er hægt að fletta sér upp með síma­núm­eri eða net­fangi á haveibeen­pw­ned.com.

LG hefur ákveðið að hætta fram­leiða síma eftir að hafa nið­ur­greitt þá deild í nokkurn tíma. Við hellum niður sýnd­ar-­bjór og rennum snögg­lega yfir feril LG í sím­um. LG hafði veru­leg áhrif ástofnun Simon.is/­Tækni­varps­ins hóps­ins, þar sem lang­flestir stofn­endur hóps­ins áttu LG síma á þeim tíma.

Sonos Roam umfjall­anir eru að detta inn og fær litli far­hátal­ar­inn bara nokkuð góða dóma. Nokkrir með­limir Tækni­varps­ins eru nú þegar búnir að taka kaupá­kvörð­un. Sonos Roam þykir bera af í sturt­um.

Hum­mer kynnti raf­bíl sem er auð­vitað ógeðs­lega stór spor­tjeppi og kostar um 110 þús­und USD.

Það er svaka­legur örgjörvaskortur í heim­inum útaf Covid19 sem hefur veru­leg áhrif á nýja kyn­slóð leikja­tölva og leikja­skjá­kort. Óvíst er hvort það verði eitt­hvað um birgðir af þessu á árinu.

Stjórn­endur eru Atli Stef­án, Axel Paul og Krist­ján Thors.

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021