Tæknivarpið – Tugþúsund Íslendinga í Facebook leka

Sýn er búið að selja óvirka inn­viði og fær fyrir það 6,1 ma. ISK en skuld­bindur sig til að leigja búnað til 20 ára á móti. Þetta virð­ist vera góð sala en hvaða áhrif gæti þetta haft á verð og gæði í fram­tíð­inni?

Origo kaupir upp­lýs­inga­tækni­ör­ygg­is­fyr­ir­tæki Syndis af eig­endum þess og sam­einar núver­andi deild við Syndis teymið.

Gögn úr Face­book-hakki frá árinu 2019 skaut upp kolli í vik­unni og þar er að finna tug­þús­undir Íslend­inga og í heild yfir 500 milljón færslur um not­end­ur. Þarna er hægt oft­ast að finna nafn, net­fang og síma­númer not­anda. Gögnin eru aðgengi­leg og það er hægt að fletta sér upp með síma­núm­eri eða net­fangi á haveibeen­pw­ned.com.

LG hefur ákveðið að hætta fram­leiða síma eftir að hafa nið­ur­greitt þá deild í nokkurn tíma. Við hellum niður sýnd­ar-­bjór og rennum snögg­lega yfir feril LG í sím­um. LG hafði veru­leg áhrif ástofnun Simon.is/­Tækni­varps­ins hóps­ins, þar sem lang­flestir stofn­endur hóps­ins áttu LG síma á þeim tíma.

Sonos Roam umfjall­anir eru að detta inn og fær litli far­hátal­ar­inn bara nokkuð góða dóma. Nokkrir með­limir Tækni­varps­ins eru nú þegar búnir að taka kaupá­kvörð­un. Sonos Roam þykir bera af í sturt­um.

Hum­mer kynnti raf­bíl sem er auð­vitað ógeðs­lega stór spor­tjeppi og kostar um 110 þús­und USD.

Það er svaka­legur örgjörvaskortur í heim­inum útaf Covid19 sem hefur veru­leg áhrif á nýja kyn­slóð leikja­tölva og leikja­skjá­kort. Óvíst er hvort það verði eitt­hvað um birgðir af þessu á árinu.

Stjórn­endur eru Atli Stef­án, Axel Paul og Krist­ján Thors.

Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021