Tæknivarpið – Tugþúsund Íslendinga í Facebook leka

Sýn er búið að selja óvirka inn­viði og fær fyrir það 6,1 ma. ISK en skuld­bindur sig til að leigja búnað til 20 ára á móti. Þetta virð­ist vera góð sala en hvaða áhrif gæti þetta haft á verð og gæði í fram­tíð­inni?

Origo kaupir upp­lýs­inga­tækni­ör­ygg­is­fyr­ir­tæki Syndis af eig­endum þess og sam­einar núver­andi deild við Syndis teymið.

Gögn úr Face­book-hakki frá árinu 2019 skaut upp kolli í vik­unni og þar er að finna tug­þús­undir Íslend­inga og í heild yfir 500 milljón færslur um not­end­ur. Þarna er hægt oft­ast að finna nafn, net­fang og síma­númer not­anda. Gögnin eru aðgengi­leg og það er hægt að fletta sér upp með síma­núm­eri eða net­fangi á haveibeen­pw­ned.com.

LG hefur ákveðið að hætta fram­leiða síma eftir að hafa nið­ur­greitt þá deild í nokkurn tíma. Við hellum niður sýnd­ar-­bjór og rennum snögg­lega yfir feril LG í sím­um. LG hafði veru­leg áhrif ástofnun Simon.is/­Tækni­varps­ins hóps­ins, þar sem lang­flestir stofn­endur hóps­ins áttu LG síma á þeim tíma.

Sonos Roam umfjall­anir eru að detta inn og fær litli far­hátal­ar­inn bara nokkuð góða dóma. Nokkrir með­limir Tækni­varps­ins eru nú þegar búnir að taka kaupá­kvörð­un. Sonos Roam þykir bera af í sturt­um.

Hum­mer kynnti raf­bíl sem er auð­vitað ógeðs­lega stór spor­tjeppi og kostar um 110 þús­und USD.

Það er svaka­legur örgjörvaskortur í heim­inum útaf Covid19 sem hefur veru­leg áhrif á nýja kyn­slóð leikja­tölva og leikja­skjá­kort. Óvíst er hvort það verði eitt­hvað um birgðir af þessu á árinu.

Stjórn­endur eru Atli Stef­án, Axel Paul og Krist­ján Thors.

Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021