Fjallað er um loftslagsmál í Þuklinu í aðdraganda ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember. Í þættinum er kannað hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á fyrirtæki og einstaklinga og hvernig almenningur getur brugðist við. Viðmælendur eru Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda, og Björn Hafsteinn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.