Hefur þú velt fyrir þér hversu fá minnismerki eru um konur í Reykjavík? Eða hversu magnað það er að menn hafi lent geimfari á halastjörnu? Þáttur um kúl hluti hefur fjallað um allt milli himins og jarðar í Hlaðvarpi Kjarnans í vetur og í þætti dagsins er stiklað á stóru og því sem bar hæst að mati þáttastjórnanda.
Guðmdunur Björn Þorbjörnsson flytur pistil af Meginlandinu í lok þáttarins. Í dag fjallar han um það að gera það sem maður elskar.
Þáttur um kúl hluti er aftur á dagskrá í næstu viku en fer þá í sumarfrí. Sævar Helgi Bragason, úr stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, kemur og ræðir eitthvað ótrúlega töff.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.