Hversu mikið í Biblíunni stenst sagnfræðilega skoðun og hversu góð heimild er Biblían? Þetta eru spurningarnar sem Þáttur um kúl hluti leitar svara við í fyrsta þættinum eftir páska. Stefán Óli Jónsson, sagnfræðinemi og blaðamaður, er gestur þáttarins og ræðir frjálsega um Biblíuna og trúarbrögð við Birgi Þór Harðarson.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson flytur pistil í lok þáttar af Meginlandinu. Í sínum fasta lið þessa vikuna ræðir hann um ástina og ketti.
Hlustendur eru hvattir til að hafa samband á Twitter ef umræðurnar hafa gengið fram af þeim. @ofurbiggi og @st_oli taka við athugasemdum.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.