Í þætti um kúl hluti þessa vikuna er fjallað um dauðan og afturgöngur. Tilefnið er hrekkjavakan sem er á föstudagskvöldið, síðasta dag októbermánaðar. Í þættinum er rætt við Óla Kára Ólason sagnfræðing en hann hefur staðið fyrir draugagöngu í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Hann segir aðeins af íslenskum draugum.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.