Þrátt fyrir að vera dautt tungumál er latína enn opinbert tungumál Vatikansins og páfastóls. Þar talar þó enginn latínu nema við hátíðleg tilefni. Í þætti um kúl hluti þessa vikuna er ÞUKL-að á latínu.
Og þó latína sé tungumál sem er löngu hætt að nota í almennum skilningi þá má lesa um helstu fyrirbæri samfélags manna á latnesku Wikipediu. Í þættinum er rætt við Jónas Knútsson sem nú þýðir ræður Cicero úr latínu á íslensku.
Guðmundur Björn flytur svo pistil af Meginlandinu. Í þetta skiptið talar hann um dauðann og líknardráp.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.