Í þætti um kúl hluti þessa vikuna er reynt að setja fingur á það hvaða þýðingu atburðirnir í París fyrir tæpum tveimur vikum hafa fyrir tjáningafrelsið og hvernig grínistinn Hugleikur Dagsson horfir á takmörk sín sem listamanns.
Þá er einnig rætt við Þóri Hraundal Jónsson, nýdoktor við hugvísindasvið HÍ, og hann spurður hvort virkilega sé hægt sé að nota trúarbrögð til að útskýra voðaverk af þessu tagi.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.