Myndbandsframleiðsluteymið Iris lauk um helgina gerð tónlistarmyndbandsins við Eurovision-framlag Íslands þetta árið. Eins og öllum er kunnugt mun María Ólafsdóttir þenja raddböndin á sviðinu í Vín í lok maí fyrir okkar hönd. En það þarf að leggja margar brýr að sviðinu í Vín og þar koma Jónas, Andri og Jakob til sögunnar. Eurovision-verkefnið er mikill stökkpallur fyrir unga menn eins og þá í Iris enda eru þeir ennþá í framhaldsskóla.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.