Þriðji og síðasti þátturinn í þríleiknum um helstu aðaláhugamálin er um kappakstur; aðallega Formúlu 1 þar sem þátttakendur hafa alltaf stært sig af því að vera snjallastir og bestir. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að segja kappaksturinn vera fremstu víglínuna í framþróun bifreiða og ökutækja. En Formúla 1 er ekki öll þar sem hún er séð, eins og rakið er í þætti um kúl hluti þessa vikuna.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.