Þátturinn Letter from America er sá útvarpsþáttur sem hefur verið lengst á dagskrá í sögu mannkyns. Alistair Cooke sá um þessa þætti í heil 58 ár og framleiddi um leið skemmtilegar heimildir um heiminn. Upptökur af þessum þáttum hafa fundist og hægt er að nálgast þær í hlaðvarpi BBC. Í Þætti um kúl hluti er fjallað um hvað er svona forvitnilegt við þennan magnaða þátt.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallar svo um fullkomnun af Meginlandinu og útskýrir hvernig eftirminnilegt mark Lionel Messi er fullkomið. Svolítið eins og þættir Alistair Cook.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.