Þáttur um kúl hluti leggur land undir fót og heimsækir Jónshús, menningarsetur Íslendinga í Kaupmannahöfn, í þætti vikunnar. Þar er forstöðumaður Jón Runólfsson sem fræðir hlustendur um húsið, hvernig það varð eign Alþingis og hvernig Íslendingar í Kaupmannahöfn halda í íslenskar hefðir.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson flytur svo pistil af Meginlandinu. Þar kemur við sögu þriðji Jóninn, í þetta sinn Jón Hreggviðsson úr Íslandsklukku Halldórs Laxness, sem kemst í kynni við erlendan draug.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.