Loftslagsbreytingar hafa meiri áhrif á Ísland en hinn almenni leikandi mundi halda. Bráðnun jökla hefur í för með sér hraðara landris en hækkun sjávarmáls, hlýnunin mun að öllum líkindum verða mun meiri á vetrum og orsaka meira slabb en sumrin verða ekkert mikið heitari. Þá rís austurland meira en suðvesturhornið og Vestfirðir.
Hlýnun loftslags er efni Þáttar um kúl hluti þessa vikuna og rætt er við Tómas Jóhannesson, jöklafræðing hjá Veðurstofu Íslands, um hvað valdi, hvað muni gerast og hvar Ísland passar inn í þessa mynd.
Nýr liður hefur göngu sína í þættinum en Guðmundur Björn Þorbjörnsson flytur sinn fyrsta pistil frá Meginlandinu. Þar ræðir hann hugsanlega samkynhneigð knattspyrnumannsins Christiano Ronaldo á heimspekilegum nótum.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.