Í þætti um kúl hluti þessa vikuna er gengið vestan úr bæ og á Laugaveginn. Þetta er næst síðasti þátturinn í aðventuþemaröð ÞUKLsins. Þegar hefur verið þuklað á borðspilum og jólabjór. En hvernig ætli Laugaveguirnn passi inn í þetta? Jú, þangað er svo gaman að fara, versla, hitta vini, drekka kaffi eða kakó og bara hafa það kósý með fólkinu sem maður kann vel við. Í þættinum er rætt við Guðmund Kristján Jónsson, borgarskipulagsfræðing, og Brynjólf Björnsson, kaupmann í Brynju.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.