Í þætti um kúl hluti er fjallað um evrópska geimfarið Rósettu sem hefur verið á sporbraut um halastjörnu undanfarna mánuði. Á morgun mun Rósetta losa könnunarfar og senda það á yfirborð halastjörnunnar. Sævar Helgi Bragason kíkti í spjall um halastjörnur, Rósettu og hvort hægt sé að afstýra útrýmingu Jarðar. Spennandi verður að vita hvort svarið við lífinu, uppruna alls og alheimsins leynist í halastjörnunni. Annars þurfum við að halda okkur við svarið 42.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.