Þáttur um kúl hluti (ÞUKL) er nýr dagskrárliður í Hlaðvarpi Kjarnans, sem fer í loftið alla þriðjudaga klukkan 13. Gestur fyrsta þáttarins er Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, og ræðir hann ferðalög til Mars, geimferðaáætlanir einkaaðila eins og Elon Musk og hugsanlega mannabústaði á öðrum hnöttum.
Loading
Nýr þáttur í Hlaðvarpi Kjarnans fer í loftið á morgun. Fyrsti gestur er Sævar Helgi Bragason að tala um geimskip #ÞUKL
Nýverið bárust fregnir af því að bæði NASA og indverska geimferðarstofnunin hafi komið gervihnöttum á braut um Mars. Könnunarförin læstu sig í þyngdarsvið plánetunnar rauðu með aðeins tveggja daga millibili. Þá hefur Elon Musk farið mikinn undanfarið og rætt um að setjast á Mars. Hans æðsti draumur er meira að segja að deyja þar.
Það er ekki öll vitleysan eins því Sævar Helgi telur Musk eiga séns, þó erfitt sé að meta hversu raunhæfar áætlanirnar eru um þessar mundir. Fyrirtæki hans SpaceX hefur lagt allt kapp á að þróa endurnýtanlegar eldflaugar til að ferja menn og búnað út í geiminn. Ein merkilegasta afurð þess verkefnis er eldflaug sem hefur fengið nafnið Grasshopper. Á myndbandinu hér að neða má sá hvernig sú eldflaug virkar.
http://www.youtube.com/watch?v=9ZDkItO-0a4
Hafir þú hugmyndir um kúl hluti sem þú vilt að fjallað verði um í Þætti um kúl hluti hvetjum við þig til að hafa samband. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL.