Það kom sumum í opna skjöldu þegar íslenskar konur hófu að bera á sér brjóstin og birta myndir af því á samfélagsmiðlum í síðustu viku. FreeTheNipple-byltingin skók umræðuna og sáu margir sig knúna til að taka þátt, hvetja og jafnvel letja konur í þessari byltingu.
Þáttur um kúl hluti fjallar um femínsku samfélagsmiðlabyltinguna þessa vikuna. Þær Birna Schram, ritstjóri Blævar, og Heiður Anna Helgadóttir, formaður feministafélags Háskóla Íslands, ræða byltinguna sem hefur ekki aðeins breytt hugmyndum fólks um brjóst heldur aukið sjálfstraust kvenna og hjálpað fólki að ræða um það sem áður þótti tabú í einhverskonar opinberu trúnói á samfélagsmiðlum.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson flytur svo pistil af Meginlandinu í lok þáttar.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.