Þáttur um kúl hluti heimsótti Reykjavík Letterpress á dögunum þar sem rætt var við Hildi Sigurðardóttur og Ólöfu Birnu Garðarsdóttur. Þær eru báðar grafískir hönnuðir og bera ábyrgð á spennandi nýsköpun í íslenskum prentiðnaði. Segja má að nútíminn mæti fortíðinni í prentstofunni þeirra Hildar og Ólafar.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.