Í Þætti um kúl hluti þessa vikuna er stiklað á stóru í sögu 20. aldarinnar. Á þessu ári, 2015, verða 70 ár liðin síðan Seinni heimstyrjöldinni lauk og þess vegna mun Þáttur um kúl hluti fjalla um atburði ársins 1945, þegar það á við.
Fyrsta tækifærið til að fjalla um lok stríðsins er í dag því nú eru 70 ár síðan fangar í Auschwitz voru frelsaðir af sovéskum hermönnum. Fjallað er lauslega um það og áhugaverðir podcast-þættir eftir Dan Carlin kynntir.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.