Þáttur um kúl hluti er helgaður nýsköpun þessa vikuna og rætt er við Stefán Þór Helgason, verkefnastjóra hjá Klak Innovit sem stendur fyrir Startup Reykjavík-viðskiptahraðalinum. Stefán Þór segir okkur frá Startup Energy Reykjavík þar sem sérhæfð verkefni á sviði orkuframleiðslu taka þátt.
Í Startup Reykjavík Energy eru verkefnin fjölbreytt. Eitt teymi reyna að beisla segulorku háspennulína sem vanalega hverfur ónýtt út í loftið.
Þá flytur Guðmundur Björn Þorbjörnsson pistil af Meginlandinu og fjallar um karla á niðurleið og hvað við gætum lært af því að heyra sögur af þeim sem þurfa að hafa mikið fyrir lífinu.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.