Þeir Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir Jóhannsson eru viðmælendur Þáttar um kúl hluti þessa vikuna. Ásamt fleirum gáfu þeir nýlega út nýtt app sem byggt er á Snapchat-módelinu sem allir þekkja, nema með öðrum formerkjum. Watchbox má nú nálgast í AppStore á öllum Apple-tækjum.
Davíð og Vísir eru engir nýgræðingar meðal frumkvöðla á Íslandi. Þeir hafa meðal annars flutt fyrirtækið sitt til Bandaríkjanna og leitað að fjármagni, fylgst með hugmyndum sínum verða að veruleika en einnig mistekist að ná markmiðum sínum. Þeir félagar leiða okkur í gegnum frumkvöðlaferlið eins og það hefur birst þeim.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson talar af Meginlandinu og nú fjallar hann um Kaupmannahafnarskáldið Dan Turèll og hans hinstu göngu um höfuðborg Danmerkur.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.