Sólmyrkvi verður á Íslandi á föstudagsmorgun. Þá mun tunglið ganga fyrir sólina svo aðeins örlítil ræma af henni mun sjást í stutta stund. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur við að flytja inn sólmyrkvagleraugu og undirbúa kennslu- og kynningarefni fyrir skólabörn og almenning.
Á meðan sólmyrkvanum stendur mun Sævar Helgi bjóða áhugasömum upp á að horfa á sólina í gegnum sjónauka fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þáttur um kúl hluti hitti Sævar og félaga stilla upp sjónaukunum í góða veðrinu í dag.
Meginlandið með Guðmundi Birni fjallar svo um íslenska komplexa og hvað allir halda alltaf að allt sé að fara til fjandans. Og svo um það hvað við gleymum öllu fljótt þegar sólin lætur sjá sig.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.