Í fyrsta þætti um kúl hluti á árinu 2015 er fjallað um geimrusl, einfaldlega geimferðir og umhverfismál. Tilefnið átti að vera fyrirhugað geimskot SpaceX af pramma á Atlantshafi með vistir fyrir Alþjóðlegu geimstöðina. Eldsneytistönkunum, eða ruslinu, átti svo að lenda aftur á prammanum. Elon Musk er annt um hnöttinn okkar og veit að á sporbraut um jörðu er gríðarlega mikið af rusli sem hefur orðið til í þúsundum geimferða og geimskota.
Nokkrum mínútum eftir að þátturinn var tekinn upp bárust hins vegar fregnir af því að SpaceX hafi frestað geimskotinu um óákveðinn tíma.
— The Associated Press (@AP) January 6, 2015
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.