Það er brugðið á leik í Þætti um kúl hluti á Þorláksmessu í tilefni af því að þetta er síðasti þáttur fyrir jól. Á aðventunni hefur verið einskonar jólaþema í þættinum, þar sem farið hefur verið yfir alla kúl hlutina sem allir gera á jólunum, með vinum og ættingjum. Markmiðið er að sameina þetta allt í þætti vikunnar.
Þess vegna komu Stígur Helgason, Sigríður Björg Tómasdóttir, Bergsteinn Sigurðsson, Sunna Valgerðardóttir, Kjartan Guðmundsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir í heimsókn og spiluðu Trivial, drukku jólabjór áður en gengið var niður á Laugaveg í jólaösina.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.