Kepler-sjónaukinn sem sendur var frá Jörðu árið 2009 hefur fundið þúsund plánetur í öðrum sólkerfum sem eru innan lífbeltis annarra sóla í vetrarbrautinni okkar. Í byrjun árs fann Kepler þrjár nýjar plánetur tilviðbótar þeim sem hann hafði þegar fundið. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, er gestur þáttarins og útskýrir allskonar pælingar sem vakna um líf á öðrum hnöttum og hvernig við gætum allt eins verið ein í alheiminum, en kannski ekki fyrstu lífverurnar.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson talar svo frá Meginlandinu um illskuna í kjölfar árása á ráðstefnu um tjáningarfrelsi í Kaupmannahöfn um síðustu helgi.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.