Tölvuleikurinn Tímaflakkarinn er aðal málið í Þætti um kúl hluti þessa vikuna og til að spjalla um leikinn mætti Georg Lúðvíksson í heimsókn í Kjarnann. Georg er einn þeirra sem stóð að gerð leiksins sem að öllum líkindum er fyrsti íslenski alvöru tölvuleikurinn. Teymið sem stóð að leiknum hefur síðan 1998, eftir að leikurinn kom út, haldið á mikla framabraut í heimi nýsköpunar.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.