Ljós er í aðallhlutverki í ÞUKL-þætti vikunnar en í ár er haldið upp á Ár ljóssins. Ljós er, hvernig sem á það er litið, forsenda lífsins og því er engin ástæða fyrir því að fjalla ekki um ljósið. Með rannsóknum á örbylgjukliðnum (sem er bara ljós) hafa vísindamenn til dæmis kortlagt himingeiminn í sinni víðustu mynd.
Fastagestur Þáttar um kúl hluti er gestur þessa síðasta þáttar vetrarins. Það er Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem ræðir um himinngeiminn í sjötta skipti í vetur.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson flytur svo pistil af Meginlandinu í lok þáttar. Í þetta sinn er hann á háværu kaffihúsi í Madríd að tala um einveruna.
Í þættinum er farið stuttlega yfir þau mál sem rædd hafa verið við Sævar Helga í vetur, eins og til dæmis hvað sé að frétta af Philae-geimfarinu sem lenti á halastjörnunni.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Endilega sendið línu á Twitter-fangið @ofurbiggi og notið merkið #ÞUKL til að mæla með töff hlutum.