Í síðasta sæti

Auglýsing

Með samn­ingnum SFR við ríkið í vik­unni var verk­fall­i ­stétt­ar­fé­lags­ins aflýst. Verk­fall þetta náði til ýmissa félaga opin­berra ­starfs­manna. Innan þess mengis voru umsjóna­menn fast­eigna Háskóla Íslands og ­urðu verk­falls­að­gerðir þeirra fyrr í mán­uð­inum valdar að lokun ýmissa bygg­inga og kennslu­stofa með til­heyr­andi truflun á kennslu þeirra 13.000 nem­enda sem ­skráðir eru í Háskól­ann. Þetta verk­fall var engin nýj­ung fyrir stúd­enta, enda það þriðja sem stóð til með að trufla kennslu þeirra á innan við tveim árum. Þar af voru hin tvo, verk­fall félags háskóla­kenn­ara ann­ars vegar og pró­fess­ora hins veg­ar, áætluð á próf­tíma til að valda sem mestum usla á náms­fram­vind­u stúd­enta en í báðum til­fellum náð­ust samn­ingar áður en verk­föllin hófust.



Í flestum til­vikum hljóm­aði frétta­flutn­ingur fjöl­miðla á þá leið að stúd­ent­ar væru „ugg­andi“ eða „áhyggju­full­ir“ yfir stöðu mála. Rétt­ara væri að segja að þeir væru algjör­lega gátt­að­ir. Bæði í nýliðnu verk­falli umsjóna­manna og þeirra ­sem boðað var til á síð­asta ári hafa bæði yfir­völd sem og stjórn og starfs­menn ­skól­ans algjör­lega brugð­ist stúd­ent­um. Í kjara­bar­áttu þeirra stétta sem starfa innan Háskóla Íslands eru stúd­ent­ar, sem langstærsti aðil­inn að starf­sem­i ­skól­ans, not­aðir sem vopn stríð­andi aðila og eru verk­föll miðuð við að valda ­sem mestri truflun á námi þeirra svo þrýst­ingur auk­ist við samn­inga­borð­ið. Í til­felli allra þessa boð­uðu verk­falla var illa staðið að upp­lýs­inga­gjöf til­ stúd­enta og úrræði fyrir þá lítil sem eng­in. Þeir eða hags­muna­að­ilar þeirra þurft­u af fyrra bragði að biðja um upp­lýs­ingar um skipu­lag, tíma­setn­ingu og fram­vind­u verk­falla og bár­ust þau gögn, ef þau bár­ust yfir­höf­uð, bæði seint og illa. Í ný­af­stöðnu verk­falli SFR var um að ræða lokun á kennslu­rýmum innan skól­ans en ekki stöðvun neinnar kennslu, og hvatti Stúd­enta­ráð Háskól­ans kenn­ara til þess að nýta allar til­tækar leiðir til að halda uppi eðli­legri náms­fram­vindu og ­sinna skyldu sinni við nem­end­ur. Varð það til þess að kennsla var í auknum mæli ­færð á net­ið, eða í aðrar kennslu­stofur eða önnur rými sem komu verk­fall­in­u ekki við. Upp­skeran af þeirri við­leitni var sár hneyksl­un, for­mað­ur­ Stúd­enta­ráðs var sak­aður um að skilja ekki verk­falls­rétt­inn og ýmsum kenn­ur­um út­hýst sem verk­falls­brjótum sem væri skít­sama um minni bræður sína. Áhrifa­mátt­ur verk­falls­ins var þó ekki rýrður meira en svo að samn­ingar náð­ust eftir rúm­lega t­veggja vikna við­ræður og stúd­entar sátu uppi með fjóra daga af nið­ur­felld­um ­fyr­ir­lestrum, dæma­tím­um, rann­sóknum og loka­próf­um.



Stúd­entar eru sam­kvæmt öllum mæli­kvörðum lág­tekju­stétt. Á meðan öll gjöld sem ­fylgja því að stunda ein­hvers konar nám á háskóla­stigi hækka og hús­næð­is­mark­að­ur­inn er hand­ó­nýtur þá hefur fram­færsla stúd­enta nær algjör­lega ­staðið í stað. Háskóli Íslands er stærri en nokkru sinni áður og hefur úr minn­u að moða fyrir hvern nem­enda með hverju árinu sem líð­ur, sem leiðir m.a. til­ ­auk­innar gjald­töku á stúd­enta sjálfa. Á meðan er grunn­fram­færsla þeirra í boð­i LÍN langt undir neyslu­við­miðum Hag­stof­unn­ar, náms­fram­vindu­krafan þar á bæ var hækkuð eft­ir­minni­lega um árið til að brjóta enn frekar á jafn­rétti til náms og ­forn­eskju­legt frí­tekju­mark lána­sjóðs­ins, lægra en hjá t.d. öryrkj­u­m,  leiðir marga lánstak­andi stúd­enta í árlegan víta­hring of hárra sum­ar­launa og skertra lána. Mennt er máttur sagði ein­hver en ég full­yrði að íslenskir stúd­entar upp­lifi sig ekk­ert sér­stak­lega mátt­uga. Það er áfellisdómur yfir íslenskt sam­fé­lag að nám á háskóla­stigi sé í sífellu lát­ið ­sæta nið­ur­skurði og vos­búð. Á meðan ráða­menn tala um nám sem ómet­an­lega fjár­fest­ingu sam­fé­lags­ins og stúd­entar á öðrum Norð­ur­löndum fá greitt með námi sínu þurfa íslenskir stúd­entar að lepja dauð­ann úr skel. Það er áfell­is­dóm­ur ­yfir stjórn­endum og kenn­urum Háskóla Íslands að kennslu­hættir séu á því ­stein­ald­ar­stigi að þegar nokkrir hús­verðir boða til verk­falls og segj­ast ekki ætla að opna lás­inn á kennslu­stofum skól­ans þá þurfi nám yfir 10.000 ein­stak­linga að leggj­ast nið­ur. Það er áfell­is­dómur yfir þeim stéttum sem aðild eiga að kennslu og aðstöðu stúd­enta að þær nýti sér síend­ur­tekið líf og starf stúd­enta sem efna­hags­legt bit­bein og leit­ist við að valda sem mestum skaða þar á til þess að beita sem mestum þrýst­ingi í eigin kjara­bar­áttu.



Nám er vinna og stúd­entar líta á það sem starf sitt. Þeir eru hags­muna­hópur með­ sín kjör, sín vanda­mál og sínar áskor­anir og hjá mörgum þeirra er fjár­hag­ur­inn  háður eðli­legri ­náms­fram­vindu. En ólíkt öðrum við­líkum stéttum og hags­muna­hópum hafa stúd­ent­ar engan verk­falls­rétt, enga kjara­samn­inga, enga bók­aða tíma upp í Karp­húsi. Þeir eru efna­hags­lega und­ir­sett­ir, rétt­inda­lausir og nær alltaf látnir sæta afgangs. Þegar kjara­bar­áttan er í fyr­ir­rúmi og verk­falls­hrina plagar þjóð­fé­lagið er ­talað um mik­il­vægi þess að virða verk­falls­rétt­inn og að stétt standi með stétt í sinni bar­áttu. Ég styð þá hugsun eins og hver heil­vita mað­ur. En á með­an al­gjört sinnu­leysi allra máls­að­ila gagn­vart kjörum stúd­enta virð­ist ekki ætl­a að linna þá hlýtur sú fal­lega hug­sjón að byrja að hljóma örlítið inn­an­tóm. Enda hafa stúd­entar engan rétt, engan málsvara og njóta engrar sam­stöðu.



Höf­undur er heim­spekinemi og stúd­enta­ráðsliði Röskvu – Sam­taka félags­hyggju­fólks við Háskóla Íslands

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None