Af hverju tala stjórnmálamenn við kjósendur eins og þeir séu fífl?

Auglýsing

Á mið­viku­dag var loks stað­fest það sem legið hefur í loft­in­u ­lengi, að slitabú föllnu bank­anna geti klárað slit sín án þess að það ógn­i greiðslu­jöfn­uði og fjár­mála­stöð­ug­leika, að mati Seðla­banka Íslands. Sam­hliða munu þessi bú greiða íslenska rík­inu stöð­ug­leika­fram­lag, greiða upp lán sem ­ríkið veitti end­ur­reistum við­skipta­bönkum og veita banka­kerf­in­u lang­tíma­fjár­mögnun á kjörum sem því bjóð­ast ekki ann­ars stað­ar. Kröfu­haf­ar ­bank­anna hafa auk þess sam­þykkt að veita rík­inu skað­leysi. Og auð­vitað það sem ­mestu máli skipt­ir: það verður hægt að losa um fjár­magns­höft á almenn­ing og fyr­ir­tæki.

Þessi risa­stóra efna­hags­að­gerð er enda­hnút­ur­inn í upp­gjöri hruns­ins. Allar stóru ákvarð­an­irnar sem við höfum tekið síðan þá hafa geng­ið ­upp. Fyrst voru sett neyð­ar­lög, sem gerðu það að verkum að erlendir kröfu­haf­ar töp­uðu sex til sjö þús­und millj­örðum króna sem þeir höfðu lánað Íslend­ing­um. Næst var samið um end­ur­reisn bank­anna með þeim hætti að hægt var að end­ur­skipu­leggja íslenskt atvinnu­líf og fjár­hag heim­ila með til­heyr­andi skulda­af­skrift­um. Síðan voru slitabú Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans færð inn fyrir fjár­magns­höft til þess að hægt yrði að stilla þeim ­upp við vegg þannig að engar eignir yrði greiddar út ef það myndi ógna íslenskum ­stöð­ug­leika. Og loks var samið við kröfu­haf­anna um nákvæm­lega þetta.

Að þessu ferli komu þrjár mjög ólíkar rík­is­stjórn­ir. Þær eiga það allar sam­eig­in­legt að hafa gert gríð­ar­lega margt galið í stjórn­ar­tíð sinni. En þessar stóru efna­hags­legu ákvarð­anir hafa allar verið rétt­ar. Fyr­ir­ það ber að hrósa þeim. Og Ísland er að koma út úr þessu for­dæma­lausa ástandi með­ lægstu hreinu skulda­stöðu sem þjóð­ar­búið hefur verið með síðan á síld­ar­ár­unum á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar.

Auglýsing

Kröfu­hafar löngu búnir að greina vand­ann

Raunar á sú nið­ur­staða sem nú liggur fyrir ekk­ert að koma á ó­vart. Kröfu­haf­arnir voru fyrir löngu búnir að greina að þeir þyrftu að gefa frá sér eignir til þess að fá að ljúka slitum búanna. Þeir kynntu slík­ar ­grein­ingar á fundum 2011 og 2012 og væntar end­ur­heimtir þeirra hafa árum sam­an­ verið nán­ast nákvæm­lega þær sömu og nið­ur­staðan segir að þær verði. Með öðrum orðum voru kröfu­haf­arnir fyrir löngu búnir að greina vand­ann, hvaða lausn væri á honum og hvað hún myndi kosta þá. Þeir hafa bara verið að bíða eftir að ­Seðla­bank­inn reikn­aði sig niður á sömu nið­ur­stöðu.

Það var auð­vitað nauð­syn­legt, enda úrlausnin eitt stærsta efna­hags­mál Íslands­sög­unn­ar. Og Seðla­bank­inn hafði alltaf unnið að mál­inu út frá­ þeirri aðferð­ar­fræði að um þjóð­hags­legt úrlausn­ar­efni væri að ræða, ekki ­tekju­öfl­un­ar­leið. 

Út frá þessum for­sendum hefur nú verið samið og ljóst að allir hlut­að­eig­andi geta gengið nokkuð sáttir frá borði. Þeir kröfu­hafar sem keyptu kröfur á föllnu íslensku bank­anna skömmu eftir hrun eru að fá góða ­á­vöxtun á fjár­fest­ingu sína. Ísland er að sama skapi að leysa úr efna­hags­hrun­i á for­dæma­lausan hátt sem skilar land­inu út úr storm­inum í mun sterk­ari stöðu en nokkur átti von á haustið 2008.

Leik­sýn­ingar með risa­stórum tölum

En það er, af ein­hverjum ástæð­um, ekki hægt að láta þetta risa­stóra mál snú­ast um lausn­ina sjálfa. Það þarf sníða það að póli­tískum þörfum þannig að ein­hverjir geti eignað sér lausn­ina eða þannig að hún komi sér­ illa fyrir ein­hvern póli­tískan and­stæð­ing. Pakka henni inn í póli­tíska skrum­skæl­ingu.

Það er gert með því að setja á fót leik­sýn­ingar sem hafa þann eina til­gang að slá ryki í augun á almenn­ingi. Og þær ganga allar út frá því að almenn­ingur sé fífl.

Í júní var blásið í her­lúðra og áætlun um losun hafta kynnt í Hörpu. Þegar kynn­ingin fór fram lá fyrir að öll slitabú föllnu bank­anna höfð­u átt í margra mán­aða leyni­legum sam­ræðum við stjörn­völd um lausn og öll höfðu lag­t fram til­boð sem stjórn­völd voru búin að sam­þykkja, með fyr­ir­vara.

Kynn­ingin í Hörpu, sem var 88 blað­síð­ur, snérist samt sem áður ekk­ert um þetta. Hún snérist um 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatt og töl­una 850 millj­arða króna. Heilu glær­urnar voru lagðar undir þessar stærð­ir. Á glæru 57 var nefnt, í fram­hjá­hlaupi og með smáu letri, að stærstu kröfu­hafar allra skila­bú­anna hefðu reyndar skilað inn vilja­yf­ir­lýs­ingu um að þeir vildu ganga að settum stöð­ug­leika­skil­yrð­um. Aðal­at­riðið var að algjöru auka­at­riði í fram­set­ingu stjórn­valda.

Síðan að þessi kynn­ing átti sér stað hafa slita­búin verið í við­ræðum við Seðla­banka Íslands um hvort og þá hvaða breyt­ingar þau þurfi að ­gera til að mæta skil­yrðum stjórn­valda. Á meðan að sú vinna hefur staðið yfir­ hafa ýmsir gagn­rýnt stjórn­völd fyrir að gefa eftir stór­kost­legar fjár­hæðir með­ því að leggja ekki á stöð­ug­leika­skatt. Það er auð­veld gagn­rýni þegar búið var að eyða jafn miklu púðri í það, nokkrum mán­uðum áður, að selja almenn­ingi að losun hafta snú­ist um öflum tekna upp á hund­ruð millj­arða króna en ekki lausn á und­ir­liggj­andi vanda þjóð­ar­bús­ins.

Og síðan hófst önnur leik­sýn­ing

Snemma í októ­ber lá síðan grein­ing Seðla­bank­ans fyrir og til­ stóð að kynna hana. Á síð­ustu stundu var hætt við það. Lík­legt verður að telj­ast að þar hafi póli­tík spilað stóra rullu. Þ.e. að ákveðnir ráða­menn hafi viljað aðlaga kynn­ingu á lausn­inni að áður birtum tölum til að þjóna eig­in póli­tísku hags­mun­um.

Á mið­viku­dag­inn var nið­ur­staðan loks kynnt og grein­ar­gerð ­Seðla­bank­ans birt. Og síðan hófst önn­ur ­leik­sýn­ing. 

Í henni voru allar aðgerðir sem nokkru sinn­i hefur verið grip­ið, og verður gripið til, gagn­vart slita­búum bank­anna lagð­ar­ ­saman til að mynda töl­una 856 millj­arðar króna. Þ.e. tölu sem var hærri en sú sem var kynnt sem afrakstur stöð­ug­leika­skatts í júní. Sú tala varð aðal­at­rið­i kynn­ing­ar­inn­ar.

Í þess­ari sam­an­tekt voru týnd saman stöð­ug­leika­fram­lög (379 millj­arðar króna) leng­ing á skuld Lands­bank­ans við LBI ( sem var fram­kvæmd í lok árs í fyrra), skatt­greiðslur slita­bú­anna, kostn­aður þeirra og ýmis­leg­t ann­að, end­ur­heimtir Eigna­safn Seðla­banka Íslands á kröf­um ­sem það á í búin (sem liggja reyndar ekk­ert fyr­ir), end­ur­greiðslur á lánum sem ­ís­lenska ríkið veitti við­skipta­bönkum árið 2009 og fjár­mögnun sem slita­bú­in hafa sam­þykkt að veita íslenskum við­skipta­bönk­um.  

Hin ein­földu stjórn­mál til­finn­ing­araka

Þessar leik­sýn­ingar eru enn eitt skrefið í átt að frasapóli­tík þar sem höfðað er til til­finn­inga kjós­enda í stað þess að leggja ­fyrir þá stað­reyndir og treysta því að þeir hafi skyn­semi og getu til að skilja þær. Póli­tík þar sem öllu er pakkað inn í ein­falda tölu eða hug­tak sem er samt nægj­an­lega teygj­an­legt eða loðið til að hægt sé að aðlaga það að sem flest­u­m ­lausn­um. Þetta hefur opin­ber­ast vel í hafta­mál­inu.

Og þess­ari aðferð­ar­fræði er beitt víð­ar, bæði hjá stjórn og ­stjórn­ar­and­stöðu. Það er til dæmis ítrekað verið að tala um „af­nám verð­trygg­ing­ar“ án þess að nokkur stjórn­mála­maður hafi fyrir því að útskýra hvað eigi að fel­ast í slíku, enda ekki hægt að afnema hana án þess að skipta um gjald­mið­il. Hver stjórn­mála­flokk­ur­inn á fætur öðrum talar um að breyta ­rík­is­bönkum í „sam­fé­lags­banka“ án þess að því fylgi nein grein­ar­góð skýr­ing á því hvernig slíkur banki ætti að reka sig eða hvert hlut­verk hans ætti að ver­a.

Við erum föst í stjórn­málum til­finn­ing­araka þar sem risa­stórum ­málum er pakkað inn í ein­faldar lausnir og þær seldar okkur án ábyrgð­ar. Oft ­fylgja með lof­orð um pen­inga­gjafir á borð við nið­ur­fell­ingu skulda með­ ­pen­ingum úr rík­is­sjóði, nið­ur­greiðslu vaxta með pen­ingum úr rík­is­sjóði eða gjöf á hluta­bréfum í bönkum sem við eigum nú þeg­ar.

Svona stjórn­mál eru móðgun við almenn­ing. Og við eigum kröf­u á að kjörnir full­trúar okkar bjóði okkur ekki upp á þau.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None