Nú berast af því fregnir að fjárfestar hafi hug á því að kaupa Arion banka, sem reistur var á grunni innlendrar starfsemi Kaupþings. Fyrirtækin Arctica Finance og Virðing vinna nú að því að setja saman fjárfestahópa, að því er greint hefur verið frá, einkum og sér í lagi í ágætum fréttaskýringum Morgunblaðsins.
Athyglisvert er, að Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ekki gefið út neinn opinberan leiðarvísi um það, hvernig skuli staðið að endurskipulagningu á eignarhaldi endurreistu fjármálafyrirtækjanna. Samt hvílir það á FME að meta hæfi eigenda og þannig stýra því hverjir fá að eignast bankanna.
Athyglisvert er, að Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ekki gefið út neinn opinberan leiðarvísi um það, hvernig skuli staðið að endurskipulagningu á eignarhaldi endurreistu fjármálafyrirtækjanna. Samt hvílir það á FME að meta hæfi eigenda og þannig stýra því hverjir fá að eignast bankanna.
Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvað FME gerir, nú þegar söluferli virðist vera komið af stað...