Þegar njósnari er handtekinn í Austur Asíu

 Kim Hyon-hui.
Kim Hyon-hui.
Auglýsing

Nýlega lauk þrí­hliða ­leið­toga­fundi Suður Kóreu, Japan og Kína í Seúl. Leið­togar ríkj­anna ­þriggja lýstu því yfir að þíða væri komin í sam­skipti þeirra eftir þriggja ára ­frost. Ófáum frétta­skýrendum þótti að fyrsti kven­for­seti Suður Kóreu, Park­ ­Geun-hye, ætti heið­ur­inn að bættum sam­skiptum á fund­in­um. Kjarn­orku­á­ætl­un Norður Kóreu var efst á lista í umræðum um örygg­is­mál. Jap­anir eru óhagg­an­leg­ir í því máli. 

Afstaða þeirra þar á sér sér­staka for­sögu.

Hvernig er að gleypa blá­sýru­töflu?

Lík­lega hafa fæstir ímynd­að ­sér hvernig það er að gleypa blá­sýru­töflu og binda enda á lífið í einu vet­fang­i. Þann 1. des­em­ber árið 1987 gerði ung kóresk kona það eftir að hafa ver­ið ­stöðvuð á flug­vell­inum í Bahrein. Hún hét Kim Hyon-hui og lifð­i ­sjálfs­morð­stil­raun­ina af. Í kjöl­farið átti hún eftir að svipta hul­unni af njósn­a­sög­u ­sem er lyg­inni lík­ust. Upp­ljóstr­unin varð hluti af milli­ríkja­deilu milli Jap­ans og Norður Kóreu sem enn er óleyst.

Auglýsing

Til að skilja deil­una þurf­um við að flakka nokkra ára­tugi aftur í tíma, undir lok Kalda stríðs­ins.

Rekja má sög­una aftur til­ nóv­em­ber árið 1977. Þá var Megumi Yokata, japönsk 13 ára stúlka, á leið heim úr ­skóla í hafn­ar­borg­inni Nii­gata. Hún gekk með vin­konu sinni hluta úr leið og í námunda við afgirtan leik­völl kvödd­ust þær. Það var í síð­asta skipti sem Megumi sást það kvöld­ið. Móðir hennar Sakie og bræður hennar tveir leit­uðu fram á nótt. Hvarf hennar var til­kynnt og lög­reglan leit­aði hennar í margar vikur en án árang­ur­s. Vik­urnar urðu að árum og árin að ára­tug­um.

Tutt­ugu árum síð­ar­ ­bank­aði jap­anskur blaða­maður upp á hjá for­eldrum Megumi. Hann tjáði þeim að dóttur þeirra hefði verið rænt af Norður kóreskum leyni­þjón­ustu­mönn­um. Þeir fóru með hana í bát og sigldu til Norður Kóreu. Sagan segir að Megumi hafi streist svo mjög á móti að hún hafi verið alblóðug þegar á áfanga­stað var kom­ið. Hún klór­að­i í skips­skrokk­inn alla leið­ina.

Örlög í það minnsta sautján jap­anskra rík­is­borg­ara á árunum 1977 til 1983 voru svip­uð. Aðferðir Norð­ur­ kóresku leyni­þjón­ust­unnar voru ein­faldar og illsk­eitt­ar. Dul­búið fiski­skip sigld­i ­upp að ströndum Jap­an. Kaf­arar fóru í land og gripu fórn­ar­lömb­in, stundum af handa­hófi, og gúmbátur frá skip­inu kom snöggt að til að sækja flokk­inn. Gísl­arnir voru yfir­leitt sendir í njósn­a­skóla í Norður Kóreu til að kenna japönsku eða látnir gift­ast japönskum komm­ún­istum sem höfðu gengið Norð­ur­ kóreskum stjórn­völdum á hönd. Vit­neskjan um japönsku gísl­anna var óstað­fest þar til Kim Hyon-hui var tekin hönd­um.

Dramat­ískar kring­um­stæður

Kring­um­stæður hand­töku hinnar kóresku Kim voru ekki síður dramat­ísk­ari en hvarf Megumi Yokata. Þann 29. nóv­em­ber árið 1987 var Boeing 707 vél Suður kóreska flug­fé­lags­ins Kor­ean Air í löngu áætlund­ar­flugi með við­komu í Bag­hdad, Abu Dhabi, Bang­kok og heim aftur til Seúl. Kim Hyon-hui var 25 ára gömul þegar hún gekk um borð í vél­ina í Bag­hdad ásamt sam­starfs­manni sín­um. Þau voru voru með fölsuð japönsk vega­bréf og þótt­ust vera feðgin á ferða­lagi. Sprengju sem falin var í Pana­son­ic út­varps­tæki kom hún fyrir yfir sætum 7C og 7B. Þau gengu síðan frá borði þeg­ar ­vélin milli­lenti í Abu Dhabi. 104 far­þegar og ell­efu manna áhöfn voru um borð þegar vélin sprakk í loft upp skammt vestan af Tælandi.

Til­gang­ur­inn með því að granda flug­vél­inni hefur aldrei verið ljós. Helsta kenn­ingin er sú að með ódæð­in­u hafi Norður kóresk stjórn­völd viljað valda skelf­ingu í aðdrag­anda Ólymp­íu­leik­ana í Seúl 1988 og letja erlend ríki til þátt­töku.  

Strax í kjöl­far flug­skað­ans hófst æsi­legur elt­inga­leik­ur. Norður kóresku njósn­ar­arnir ætl­uðu fyrst til Amman í Jórdaníu en vega­bréfs­á­rit­anir voru ófull­nægj­andi. Þau flugu því til­ ­smá­rík­is­ins Bahrein þar sem þau biðu í tvo daga eftir næsta flugi. Japönsk ­stjórn­völd stað­festu að einu japönsku far­þeg­arnir í flug­inu örlaga­ríka voru með­ ­fölsuð japönsk vega­bréf.  Við inn­ritun í flug á í Bahrein fund­ust vega­bréfin og þau voru tekin hönd­um. 

Þegar yfir­heyrslur hófust vissu Kim og sam­sær­is­maður hennar að hand­taka þeirra myndi bendla Norður kóresk ­stjór­völd við mál­ið. Þau áttu sér enga und­an­komu­leið og báðu um leyfi til að reykja sígar­ettu. Þau bitu í filt­er­inn þar sem blá­sýru­hylki voru fal­in. Hann dó en í Bahrein tókst að bjarga lífi henn­ar.

Fyr­ir­mælin komu frá Kim Jong-il

Eftir það var Kim fram­seld til Suður Kóreu. Það tók átta daga til að vinda ofan af dul­ar­gervi hennar en hún­ hélt fast í það að vera jap­anskur ferða­mað­ur­.  Eftir að hafa séð dag­legt líf Suður Kóreu­búa og þá auð­legð sem þeir bjugg­u við byrj­aði hún smátt og smátt að átta sig á því að áróð­ur­inn um að þeir væru van­sælar strengja­brúður Banda­ríkj­anna væri ekki á rökum reist­ur. Þegar hún­ ­leysti frá skjóð­unni teygðu upp­ljóstr­anir hennar sig lengra en nokkurn órað­i ­fyr­ir.

Sam­kvæmt Kim komu ­fyr­ir­mælin um að sprengja flug­vél­ina frá sjálfum for­seta Norður Kóreu, Kim Jong-il. Í kjöl­farið settu banda­rísk stjórn­völd Norður Kóreu á lista yfir rík­i ­sem styðja hryðju­verk.

En upp­ljóstrun hennar sem hefur ef til vill haft hvað mest langvar­andi áhrif hafði með Jap­ani sem hún­ kynnt­ist í Norður Kóreu að gera. Þegar henni var sýnd ljós­mynd af Yaeko Tag­uchi, einstræðri tveggja barna móður sem hvarf í Tókýó árið 1978, þá sagð­i hún óvænt: „kenn­ar­inn minn.“

Í ljós kom að Kim hafð­i lært japönsku af Yaeko á sex ára tíma­bili áður en hún grand­aði flug­vél­inn­i. Ya­eko hafði verið rænt af Norður kóreskum leyni­þjón­ustu­mönnum árið eftir að hin ­þrettán ára gamla Megumi Yokata hvarf. Kim á að hafa borið vitni um það að enn hafi Yaeko sungið börnum sínum tveim í Japan vöggu­vísur þó svo hún væri óra­fjarri þeim eftir að henni var rænt og flutt til Norður Kóreu.

Af heim­ildum um málið er ­ljóst að orð Kim Hyon-hui eru lík­lega fyrsti óyggj­andi vitn­is­burð­ur­inn um líf Ya­eko Tag­uchi og Megumi Yokata í Norður Kóreu og mann­rán Norður kóreskra ­stjórn­valda í Jap­an.

Dæmd til dauða

Kim Hyon-hui var dæmd til­ dauða í Suður Kóreu fyrir aðild sína að flug­skað­an­um. En fyrrum for­seti Suð­ur­ Kóreu náð­aði hana með þeim orðum að líkt og far­þeg­arnir væri hún fórn­ar­lamb á­róð­urs Norður kóreskra stjórn­valda. Hún gift­ist Suður kóreskum ­leyni­þjón­ustu­manni, eign­að­ist tvö börn og býr nú í felum þar í landi af ótta við hefnd­ar­að­gerðir Norður Kóreu. Í heim­sókn til Japan hitti hún eft­ir­lif­and­i ætt­ingja Megumi Yokata og Yaeko Tag­uchi.

Árið 2002 kom fyrrum ­for­seti Norður Kóreu, Kim Jong-il, öllum á óvart þegar hann stað­festi við þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, Jun­ichiro Koizumi, að ríki sitt hefði í raun rænt 13 japönskum rík­is­borg­ur­um. Sam­kvæmt Norður kóreskum stjórn­völdum vor­u fimm enn á lífi og var þeim síðar leyft að snúa aftur til Jap­an. Átta vor­u látn­ir, þar á meðal Megumi og Yaeko. Örlög hinna átta frá­föllnu og í það minnst ­fjög­urra ann­arra eru þrætu­epli sem er alltaf til umræðu á þrí­hliða leið­toga­fund­i Jap­an, Kína og Suður Kóreu.

Núver­and­i ­for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, Shinzo Abe, hefur sett upp­gjör mann­rána Norð­ur­ Kóreu­stjórnar á japönskum rík­is­borg­urum í for­gang á meðal stefnu­mála sinna. Hann hefur skipað ráð­herra­nefnd um málið og jafn­vel gengið svo langt að ger­a ­upp­gjörið að óhagg­an­legu skil­yrði fyrir frekara sam­starfi milli ríkj­anna. Sú af­staða mun ekki að öllum lík­indum ekki breyt­ast nema fyrir þrýst­ing ann­arra ­ríkja sem eiga hlut að máli.

Kim Hyon-hui olli eitt s­inn dauða 115 manns, mest­megnis Suður kóreskra flug­far­þega, en varp­aði einnig ljósi á mann­rán ­fjölda jap­anskra rík­is­borg­ara. Báðir atburð­irnir voru að und­ir­lagi Norð­ur­ Kóreu. Hún hefur síðan þá til­einkað líf sitt því að bæta fyrir skað­ann sem hún oll­i ­fjöl­skyldum þeirra sem misstu ást­vini sínu af hennar völd­um.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None