Það er til samfélagsbanki sem hefur kostað skattgreiðendur 50 milljarða

bjarni sigmundur
Auglýsing

Nýjasta tísku­orðið í íslenskri póli­tík er orð­ið ­sam­fé­lags­banki. Hug­takið komst fyrst í þjóð­fé­lags­um­ræð­una í vor þegar flokks­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins sam­þykkti til­lögu um að Lands­banki Íslands yrði áfram í rík­i­s­eig­u og myndi starfa sem sam­fé­lags­banki sem hefði ekki það mark­mið að hámarka arð­semi. Í við­tali við RÚV vegna þessa sagði Frosti Sig­ur­jóns­son, sem lagð­i ­til­lög­una fram, að til­gangur sam­fé­lags­banka yrði að reyna „að efla ­sam­keppni á banka­mark­aði með því að bjóða góða þjón­ustu og á góðu verð­i“.

Áður hafði stjórn­mála­aflið Dögun sett fram sam­bæri­lega hug­mynd og í októ­ber sam­þykkti Lands­fundur Vinstri grænna álytkun um að "breyta Lands­banka Íslands í sam­fé­lags­banka sem hefur þjón­ustu við almenn­ing að leið­ar­ljósi umfram kröfur um arð­sem­i".

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra rædd­i ­sam­fé­lags­banka­hug­mynd­ina í Við­skipta­blað­inu sem kom út í dag. Þar segir hann hafa „orðið þess var að menn virð­ast leggja ólíkan skiln­ing í hvað sé átt við ­með sam­fé­lags­banka[...]Nú þegar fjár­mála­kerfið losnar úr viðjum slita­búa og hafta er eðli­legt að eig­enda­stefna rík­is­ins gagn­vart bönk­unum taki mið af því ­mik­il­væga hlut­verki sem bankar gegna í sam­fé­lag­inu þannig að bankar í eig­u ­rík­is­ins leggi sitt af mörkum við að bæta þjón­ustu við við­skipta­vini og bjóða þeim sam­keppn­is­hæf kjör“.

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs, vinnur hins vegar ekki eftir þess­ari að­ferð­ar­fræði. Hann ætlar sér að selja stóran hlut í Lands­bank­anum og allt hlutafé í Íslands­banka. Nýaf­stað­inn lands­fundur flokks hans tók ræki­lega undir þá fyr­ir­ætlun í álykt­un.

Í við­tali við Við­skipta­Mogg­ann í dag bendir Bjarni á að á á Íslandi hafi lengi verið starf­andi sam­fé­lags­banki. Hann heit­i ­Í­búða­lána­sjóð­ur.„Ég held að þeir sem að­hyll­ast hug­myndafræð­i um sam­fé­lags­banka, sem er ekk­ert annað en rík­is­banki, megi hafa það í huga að hér hefur verið rek­inn íbúða­lána­banki sem hefur bara veitt örugg­ustu teg­und af lán­um, þ.e.a.s. fast­eigna­lán með 1. veð­rétti í fast­eign. Engu að síður hef­ur ­ríkið þurft að aðstoða þennan banka með 50 millj­örðum króna á und­an­förnum árum og Íbúða­lána­sjóður væri ekki starf­andi ef ekki væri fyrir yfir­lýs­ingar um að ­ríkið standi að baki efna­hag hans. Helstu rökin fyrir Íbúða­lána­sjóði voru þau að þetta fyr­ir­komu­lag myndi tryggja bestu kjör. En vandi hans und­an­farin ár er um­fram annað það að við­skipta­vin­irnir hafa viljað gera upp lánin til að kom­ast annað í við­skipti. Það hefur verið gríð­ar­lega kostn­að­ar­samt fyrir íslenska skatt­greið­endur að byggja upp þetta við­skipta­módel og ég hef ekki áhuga á því að útfæra það yfir á aðra banka“. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None