Það var áhrifamikið að sjá viðtal við Geir Gunnarsson í Kastljósi í gær. Geir var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás, og var í átján ár öryggisfangelsi í Bandaríkjunum. Hann horfir nú fram á veginn, með von um gott líf. Hann iðrast gjörða sinna, og gerir ekki lítið úr líkamsárásinni sem hann var dæmdur fyrir sem ungur maður.
Það er hægt að skrifa langar greinar um stöðu fangelsismála í Bandaríkjunum, og hversu fráleit hún er á marga mælikvarða, í samanburði við önnur lönd. En að þessu sinni gefst ekki rými fyrir slíkt.
Nokkur atriði má þó telja til. Talið er að um 2,4 milljónir manna hafi verið í fangelsi í Bandaríkjunum, skömmu fyrir áramótin í fyrra. Í ríkjunum Louisiana, Mississippi, Oklahoma, Texas, Alabama, Arkansans og Georgíu eru um eitt prósent allra fullorðinna karlmanna í fangelsi. Á landsvísu hefur föngum fjölgað jafnt og þétt. Fyrir hverja 100 þúsund íbúa eru tæplega 800 í fangelsi að meðaltali í Bandaríkjunum, en sama hlutfall hér á landi hefur verið á bilinu 35 til 50.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur sjálfur sagt að réttarkerfið í Bandaríkjunum þarfnist endurskoðunar, og það sé ekki eðlilegt að svo margir ungir menn, ekki síst svartir, séu lokaðir inn í fangelsi árum saman, oft fyrir lögbrot sem aldrei yrðu metin sem alvarlegir glæpir í flestum öðrum þróuðum ríkjum. Fyrir svo utan að sjaldnast fá fangar greiningar á andlegum kvillum, hvað þá læknismeðferð, innan veggjanna.
Það er hægt að skrifa langar greinar um stöðu fangelsismála í Bandaríkjunum, og hversu fráleit hún er á marga mælikvarða, í samanburði við önnur lönd. En að þessu sinni gefst ekki rými fyrir slíkt.
Nokkur atriði má þó telja til. Talið er að um 2,4 milljónir manna hafi verið í fangelsi í Bandaríkjunum, skömmu fyrir áramótin í fyrra. Í ríkjunum Louisiana, Mississippi, Oklahoma, Texas, Alabama, Arkansans og Georgíu eru um eitt prósent allra fullorðinna karlmanna í fangelsi. Á landsvísu hefur föngum fjölgað jafnt og þétt. Fyrir hverja 100 þúsund íbúa eru tæplega 800 í fangelsi að meðaltali í Bandaríkjunum, en sama hlutfall hér á landi hefur verið á bilinu 35 til 50.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur sjálfur sagt að réttarkerfið í Bandaríkjunum þarfnist endurskoðunar, og það sé ekki eðlilegt að svo margir ungir menn, ekki síst svartir, séu lokaðir inn í fangelsi árum saman, oft fyrir lögbrot sem aldrei yrðu metin sem alvarlegir glæpir í flestum öðrum þróuðum ríkjum. Fyrir svo utan að sjaldnast fá fangar greiningar á andlegum kvillum, hvað þá læknismeðferð, innan veggjanna.
Sagan mun vafalítið dæma þessa stefnu Bandaríkjanna illa, en það er huggun í því að valdamesti maður landsins, sjálfur forsetinn, sé búinn að horfast í augu við stöðuna og tala fyrir nauðsynlegum breytingum.