Um gildi þess að smella á Play

Auglýsing

Mikil umræða hefur skap­ast inn­an­ tón­list­ar­geirans og víðar und­an­farin miss­eri um þær breyt­ingar sem orðið hafa á myndun tekna vegna hljóð­rit­aðrar tón­list­ar. Sitt sýn­ist hverjum og hef­ur um­ræðan oft lit­ast af rang­hug­myndum eða óskýrum upp­lýs­ing­um. Ætlun mín með­ þessum pistli er að varpa ljósi á mik­il­vægar stað­reyndir í þessum efn­um.

Und­an­farna ára­tugi hafa tekjur rétt­hafa tón­listar á hljóm­plötum (flytj­enda, útgef­enda og höf­unda) aðal­lega ver­ið ­þrenns­kon­ar. Sala tón­listar beint til neyt­enda, tekjur af flutn­ingi tón­listar í út­varpi, notkun tón­listar í aug­lýs­ing­um, kvik­myndum og slíku. Fyrir ríf­lega 10 árum bætt­ist við sala á nið­ur­hali og aðgengi að tón­list í gegn­um á­skrift­ar­veitur á net­inu. Í dag er neysla almenn­ings á tón­list á afar hraðri ­leið frá beinum kaupum tón­listar yfir í ótak­markað aðgengi að henni með áskrift að tón­list­ar­veit­um.

Á Íslandi er algeng­ast að útgef­andi greiði fyr­ir­ ­upp­tökur og annað sem þarf til að koma hljóm­plötu á mark­að. Samn­ingur milli­ ­út­gef­anda og flytj­anda til­greinir svo hvernig þeir skipta með sér hagn­aði - ef hann mynd­ast. Höf­undar fá um það bil 10% af öllu sölu­verð­mæti útgáf­unn­ar, óháð af­komu henn­ar. Tekjur vegna opin­bers flutn­ings í útvarpi skipt­ast þannig að hver rétt­hafi fær sinn skerf sam­kvæmt samn­ingum útvarps­stöðvar við rétt­hafa­hópana. Þar hefur hlutur höf­unda ætíð verið stærstur en hlutur útgef­enda og flytj­enda inn­byrðis jafn­hár. Vegna notk­unar hljóð­rita í kvik­mynd­um, aug­lýs­ingum eða slík­u hafa greiðslur skipst með líkum hætti og vegna flutn­ings í útvarpi. Tekjur frá­ tón­list­ar­veitum skipt­ast á álíka hátt og vegna plötu­sölu.

Auglýsing

Eðl­is­breyt­ing í tekju­myndun

Nú hefur átt sér stað eðl­is­breyt­ing á tekju­myndun rétt­hafa því sala á tón­list fer í æ rík­ari mæli fram milli­ tón­list­ar­veitu og áskrif­anda. Slag­ur­inn um þessar tekjur snýst um hvað áskrif­and­inn kýs að spila því ef ekki er smellt á play á til­teknu hljóð­riti þá fá rétt­hafar þess engar tekj­ur. En hverjar eru ­tekj­urnar ef smellt er á play? Um það ­gætir gjarnan mis­skiln­ings.

Áskrift­ar­gjaldi að tón­list­ar­veitum er almennt skipt þannig að 70% renna til rétt­hafa en veitan heldur eftir 30% gjalds­ins. Skerf­ur rétt­hafa er settur í “pott” - einn pott fyrir hverja áskrift­ar­leið að veit­unn­i - og úr hverjum potti deil­ast tekjur til rétt­hafa allra þeirra laga sem spil­uð eru af öllum not­endum við­kom­andi áskrift­ar­leiðar - í réttu hlut­falli við fjölda ­spil­ana. Þessi aðferð er kölluð pro-rata. Hún er flókin en skil­virk.

Gjaldið sem einn áskrif­andi greiðir berst því ekki ein­vörð­ungu til rétt­hafa þeirrar tón­listar sem áskrif­and­inn kýs að spila. Um sann­girni þess­arar aðferðar skal ósagt látið hér en gerðar hafa ver­ið ­rann­sóknir í Nor­egi og Dan­mörku á því hvaða áhrif það hefði á skipt­ingu tekna að farin yrði svökölluð user-centric leið. Með henni væri áskrift­ar­gjald hvers og eins not­anda greitt til rétt­hafa þeirrar tón­listar sem hann hlust­aði á. Mun­ur­inn reynd­ist ekki veru­legur en þó kom á dag­inn að rétt­hafar tón­listar lista­manna sem njóta aðal­lega hylli í heima­landi sínu og jað­ar­lista­manna (e. niche ­artists) myndu hagn­ast á síð­ar­nefndu aðferð­inni.

Ein króna fyrir hverja spilun

Hver er sam­eig­in­leg greiðsla til útgef­anda og flytj­anda fyrir eina spilun á einu lagi? Ein­falda svarið er um það bil ein króna fyrir spilun á einu lagi en það er með­al­tal þess sem íslenska dreif­ing­ar­fyr­ir­tækið D3 hefur und­an­farin ár fengið greitt frá Spotify fyr­ir­ hverja spil­un. Þess­ari einu krónu skipta útgef­andi og aðal­flytj­andi (e. main art­ist) með sér. Greiðsla til­ höf­unda er innt af hendi beint frá tón­list­ar­veitu til inn­heimtu­sam­taka höf­unda og er því ekki tekin af þess­ari einu krónu. Leiða má líkur að því að ein spil­un skili höf­undum lags­ins 20 aur­um.

En þetta er allt mikil ein­földun og sett fram hér til að lýsa tekju­skipt­ing­unni og verð­mæt­unum í grófum drátt­um. Þess­ar ­upp­hæðir eru breyti­legar eftir því hve mörg lög eru spiluð í hverjum mán­uð­i, hvert áskrift­ar­gjaldið er í landi þess sem spil­aði, í hvaða áskrif­enda­hópi ­spil­unin á sér stað, hvernig spilun skipt­ist milli greið­andi áskrif­enda og þeirra sem nýta sér ókeypis þjón­ustu veit­unnar o.s.frv. Ef heild­ar­spilun allra áskrif­enda er lítil einn mán­uð­inn eykst verð­gild­i hverrar spil­unar og ef heild­ar­spilun er mikil minnkar verð­gildið því á­skrift­ar­gjald not­and­ans breyt­ist ekki í takt við notkun hans.

Er ein króna á spilun sann­gjörn greiðsla? Það hlýtur að fara eftir því hvernig á það er lit­ið. Hafa verður í huga að hér er í flestum til­fellum um að ræða einn hlust­anda. Ef greiðslan er borin saman við ­plötu­sölu þá kemur í ljós afar óhag­stæður sam­an­burður fyrir rétt­hafa. Hætt­i tón­list­ar­á­huga­maður við að kaupa nýja 10-12 laga geisla­plötu, og lætur sér nægja að hlusta á lög plöt­unnar á tón­list­ar­veitu í stað­inn, þarf hann að hlusta meira en 100 sinnum á plöt­una til að tekjur rétt­hafa jafn­ist á við sölu einn­ar ­geisla­plötu.

Verð­laust" lag fær virði á ný 

Hin hliðin á þessum litla krónu­pen­ingi er sú að um getur verið að ræða lag sem hvergi er lengur fáan­legt í versl­un­um. ­Skyndi­lega myndar þetta áður „verð­lausa“ lag tekjur á ný ef það fær spilun á veit­unni.

Önnur jákvæð hlið á þess­ari þróun er að með­ til­komu tón­list­ar­veita, sem bjóða aðgang að gríð­ar­legu úrvali tón­listar gegn hóf­legri greiðslu, hefur orðið til nýr hópur neyt­enda sem hefur aldrei greitt ­fyrir tón­list­ar­notkun sína eða var löngu hættur því. Áskrif­andi að tón­list­ar­veitu greiðir nærri 20.000 krónur á ári fyrir aðgang­inn. Það jafn­gild­ir 5-6 geisla­plötum á fullu verði sem eru mun fleiri plötur en Íslend­ingar hafa nokkru sinni keypt árlega að jafn­aði.

Á und­an­förnum árum hefur dregið úr sölu ­geislaplatna án þess að aðrir tekju­straumar hafi kom­ist nærri því að bæta upp­ þann tekju­missi sem sölu­sam­drátt­ur­inn veld­ur. Eftir að Spotify hóf að bjóða ­þjón­ustu sína á Íslandi hafa tekjur rétt­hafa vegna staf­rænnar neyslu tón­list­ar á Íslandi vissu­lega auk­ist mjög. Aukn­ing tekna erlendra rétt­hafa er þó mun ­meiri en þeirra íslensku.

Það dylst fáum að með til­komu Spotify hef­ur sta­f­ræn neysla á tón­list á Íslandi komið upp á yfir­borðið eftir að hafa í miklum mæli verið bundin við ýmsar mis­lög­legar leiðir tón­list­ar­á­huga­fólks til­ að finna þá tón­list sem það vildi hlusta á. Tón­list­ar­veitur svör­uðu kalli sístækk­and­i hóps sem vildi fá sína tón­list í nær tak­marka­lausu úrvali hvar og hvenær sem honum hent­aði.

Sala hefur dreg­ist mikið saman

Sala erlendrar tón­listar á Íslandi dróst sam­an­ um 80% á árunum frá 2000 til 2013. Neyslan minnk­aði ekki að sama skapi held­ur jókst hún að lík­indum til muna enda aðgengi að tón­list í raun meira en áður. Á ör­fáum árum breytt­ist hlut­fall sölu hér á landi úr því að vera 70% erlend tón­list og 30% íslensk tón­list í 30% erlenda og 70% íslenska tón­list. Sum­sé al­ger við­snún­ing­ur.

Íslenskir Spotify not­endur spila nú um það bil 80% erlenda tón­list og 20% íslenska. Þessar tölur eru sterk vís­bend­ing um að ­lítið hafi í raun breyst hvað neyslu varð­aði á árunum 2000 til 2013 heldur hafi ­neysla á erlendri tón­list fyrst og fremst horfið um skeið af yfir­borð­inu vegna ólög­legs nið­ur­hals og ann­arra leiða sem ekki skil­uðu tekjum til rétt­hafa. Það er gleði­efni að hún sé nú aftur orðin sýni­leg en þessi þróun í heild skapar þó um leið vanda­mál fyrir íslenska tón­list­ar­iðn­að­inn.

Sala inn­lendra geisla­plata hefur minnkað stöðug­t á und­an­förnum sjö árum og er nú ríf­lega helm­ingur sölu árs­ins 2008. Á sama tíma hafa tekjur inn­lendra rétt­hafa af tón­list­ar­veitum auk­ist en sú aukn­ing kemst þó enn hvergi nærri því að brú­a bil­ið. Tekju­tap í ein­taka­sölu á árs­grund­velli nemur 180 millj­ónum króna milli­ ár­anna 2008 og 2014 en aukn­ing í tekjum staf­rænnar neyslu er aðeins um 30 millj­ónir króna á árs­grund­velli á sama tíma­bili. Stærsti vandi íslenskra tón­list­ar­út­gef­enda í dag snýr enda að fjár­mögnun nýrra hljóð­rita því nú kem­ur mun minna í kass­ann til að standa undir upp­töku- og útgáfu­kostn­aði. Rétt er að benda á að útgef­andi getur verið fyr­ir­tæki, hljóm­sveit eða ein­stak­ling­ur. ­Út­gef­andi er hver sá sem er ábyrgur fyrir fjár­hags­legri og mark­aðs­legri hlið ­út­gáf­unn­ar.

Opin­ber stuðn­ingur þarf að koma til

Ef ekki á illa að fara verður að koma til­ op­in­ber stuðn­ingur við íslenska tón­list­ar­hljóð­ritun en slíkt mun vera í vinnslu og ber að fagna því. En fleira þarf að breyt­ast. Til að ný tón­list­ar­út­gáfa get­i ­staðið undir sér í fram­tíð­inni verður að eiga sér stað aukn­ing á spil­un ­ís­lenskrar tón­listar á tón­list­ar­veit­um. Stærstur hluti íslenskrar tón­listar er í boði á Spotify og nær öll útgefin íslensk tón­list er í boði á Tón­list.­is. Hvert play skilar rétt­höfum tekj­um.

Vert er að benda tón­list­ar­á­huga­fólki og rétt­höfum á að þegar tón­list er deilt á sam­fé­lags­miðlum þá er reg­in­munur á því hvernig er deilt. Algeng­ast er að fólk deili hlekkjum frá YouTube sem skil­ar rétt­höfum ýmist engum eða sára­litlum tekj­um. Áætlað er að ein spilun á YouTu­be skili aðeins um 10% af þeim tekjum sem ein spilun á tón­list­ar­veitu skil­ar. En ef deilt er hlekk á Spotify skilar hver spilun tekjum eins og um venju­lega ­spilun á Spotify sé að ræða.

Aug­ljóst er hvert tón­list­ar­neyslan stefn­ir. ­Plötu­búðum fækkar og úrval þeirra minnkar en tón­list­ar­veitur eru alltaf opn­ar og bjóða óþrjót­andi úrval. Það er að mörgu leyti frá­bær þróun fyrir neyt­end­ur ­sem hafa aðgang að nær allri tón­list hvar og hvenær sem er. Þjón­ustan sem veitur á borð við Spotify og Tón­list.is bjóða er afbragðs­góð og neyt­endur hafa ­með þeim og öðrum veitum aðgang að stærri plötu­búðum en nokkru sinni hafa ver­ið til.

Á þeim mörk­uðum sem tón­list­ar­veitur hafa starfað ­lengst og náð mestum árangri ríkir nokkuð almennt sátt meðal rétt­hafa um þró­un ­mála en segja má að hug­mynda­fræðin bak við tón­list­ar­veitur bygg­ist á að mjög veru­leg­ur ­fjöldi ein­stak­linga ger­ist áskrif­endur og með því skap­ist jafn­vægi í þeirri ­þróun sem á undan hefur verið lýst. Í Sví­þjóð er nærri fimmt­ungur lands­manna greið­andi áskrif­endur að Spotify og töl­urnar eru svip­aðar á öðrum Norð­ur­lönd­um þótt veit­urnar séu jafn­vel aðrar og fleiri. Allt að 90% sölu­tekna rétt­hafa í þessum löndum koma frá tón­list­ar­veit­um. Á Íslandi eru tæp­lega 10% lands­manna greið­andi áskrif­endur að tón­list­ar­veitum en 60% tekna vegna sölu á íslenskri tón­list koma þó enn frá sölu ein­taka, CD eða LP. Þetta breyt­ist þó afar hratt.

Tón­list er hljóðrás lífs okkar flestra 

Tón­listin er lík­lega sú list­grein sem við get­u­m ­fæst lifað án. Hún er alltum­lykj­andi. Hún er hljóðrás lífs okkar flestra. ­Jafn­vel þeir sem telja sig njóta tón­listar í litlum mæli tengja gjarnan tón­list við stærstu stundir lífs síns eða eft­ir­minni­leg­ustu augna­blik. Með all­ri virð­ingu fyrir annarri afþr­ey­ingu eða list­greinum þá stendur tón­list okk­ur flestum næst.

Fram­tíð íslenskrar tón­listar er best tryggð með því að neyta hennar og njóta lög­lega, á þann hátt ­sem tryggir rétt­látt end­ur­gjald til handa þeim sem skapa hana.

Höf­undur er tón­list­ar­mað­ur, tón­leika­hald­ar­i, fram­kvæmda­stjóri Félags hljóm­plötu­fram­leið­enda og starfar einnig við staf­ræna dreif­ingu tón­list­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None