Framtíðin flýr – fortíðin situr eftir

Auglýsing

Í sér­hverju hruni býr nýtt upp­haf sögðu ófáir fyrstu mán­uð­ina eftir efna­hags­hrun­ið, sem var fjarri því ein­vörð­ungu bundið við efna­hag­inn, því óvænt blasti við okk­ur átak­an­leg van­hæfni og djúp­stæður skortur á fag­mennsku í íslensku sam­fé­lagi. Það var svo aug­ljóst að ef hér ætti að þríf­ast nútíma­legt sam­fé­lag sem legð­i á­herslu á mennt­un, fag­mennsku og jafna mögu­leika í anda nor­rænna vel­ferða­kerf­is­ins, þá þyrftum við að breyta mörgu, mjög mörgu. Og vilj­inn var sann­ar­lega fyrir hendi hjá þjóð­inni. Það voru stór orð, yfir­lýs­ing­ar, og ­Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis upp á 1500 blað­síð­ur. Síðan hafa liðið all­nokkur ár. ­Fátt hefur breyst, sömu hags­muna­öfl stjórna land­inu, en það er hins­vegar allt á upp­leið, við vekjum heims­at­hygli og aðdáun fyrir að vinna okkur á met­hraða upp­ úr krepp­unni, Seðla­bank­inn spáir áfram­hald­andi bata á vinnu­mark­aði, fjölgun starfa. Við erum stór­kost­leg þjóð, búum í stórkost­legu landi, eigum lista­menn á heims­mæli­kvarða, fót­boltalands­liðið er á leið á Evr­ópu­mótið í knatt­spyrnu – ætti heim­ur­inn ekki að standa upp og klappa fyrir okk­ur?

Trú sem er óþægi­lega nálægt örvænt­ingu 

Og sam­t hafa sjaldan jafn­margir íslenskir rík­is­borg­arar flutt af landi brott og á þessu ári. Það er jafn­vel talað um land­flótta, og einkum ungt mennta­fólk sem flyt­ur burt. „Þetta eru ekki kreppu­flutn­ing­ar“, sagði Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræð­i við Háskóla Íslands í við­tali við Morg­un­blað­ið, og bætti við: „Það er eitt­hvað ­djúp­stæð­ara á ferð­inni nún­a.“

Eitt­hvað djúp­stæð­ara. Allt á upp­leið, ­pen­ingar aftur farnir að flæða, en samt flýja hinir ungu. Það er fram­tíðin sem flýr Ísland – og for­tíðin situr eft­ir. Okkur tókst kannski að sigr­ast á efna­hag­skrepp­unni, og kom­ast í heims­frétt­irn­ar, en mistókst nær alger­lega að ­sigr­ast á mun djúp­stæð­ari, alvar­legri þjóð­fé­lags­kreppu. Við reistum bankana, efna­hag­inn, en gáf­umst upp á að laga inn­viði sam­fé­lags­ins. Efna­hags­bat­inn hvíl­ir á sömu morknu sam­fé­lags­toð­unum og blöstu við okkur eftir hrun­ið. Þess­vegan flýr unga fólk­ið. Vegna þess að sam­fé­lagið er, ef ekki ónýtt, þá van­bú­ið, spillt, ófag­legt. Vegna þess að stjórn­mála­menn hafa nær allir brugð­ist. Hægri menn f­astir í hags­muna­poti og lausnum gær­dags­ins, vinstri­menn sundrað­ir, ráð­villt­ir eða bara hug­mynda­snauð­ir, og skortir stærð­ina í sér til að sam­ein­ast. Eina vonin virð­ist vera í Píröt­um. Og þá kannski þá helst vegna þess að þeir hafa aldrei komið nálægt völd­um. Trú okkar á þeim óþægi­lega nálægt örvænt­ingu.

Auglýsing

Nýtt Ísland – sykur og álver?

Þetta er ógeðs­legt þjóð­fé­lag, er haft eftir Styrmi Gunn­ars­syni, fyrrum rit­sjó­ra Morg­un­blaðs­ins í Rann­sókn­ar­skýrsl­unni, harður dómur frá manni sem í ára­tugi var í miðju þessa sama þjóð­fé­lags, þáttak­andi og áhrifa­valdur – orð hans hljóta því að hafa vigt. Álit hans styðst við eitt­hvað annað en loft. „Það eru eng­in prinsipp“, sagði hann, „það eru engar hug­sjón­ir, það er ekki neitt. Það er bara tæki­fær­is­mennska, valda­bar­átta.“ Þetta er dómur manns úr innsta hring um sam­fé­lag okkar fyrir hrun.

Og ef íslenskt sam­fé­lag hefur lítið breyst frá því fyrir hrun, er það þá ekki ennþá „ógeðs­leg­t“, plagað af tæki­fær­is­mennsku? Er hægt að tala um fram­tíð­ar­sýn hjá leið­togum okk­ar? Aukna á­herslu á mennt­un, lang­tíma­hugs­un, fjöl­breyti­leika, fag­mennsku?

Sig­mundur Davíð for­sæt­is­ráð­herra dró ó­vart saman áherslur og sýn þess­ara til­tölu­lega ungu manna sem nú stýra land­in­u (já, að mestu ungir karl­menn í valda­mestu emb­ætt­un­um), í ræðu sem hann hélt þegar hann klippti á borða vegna vænt­an­legs álvers á Bakka. Sum­ir ­stjórn­mála­menn, sagði Sig­mund­ur, hafa mestan áhuga á sam­göng­um, aðr­ir heil­brigð­is­kerf­inu, sumir eru upp­teknir af menn­ingu og list­um, en hann væri í hópi þeirra stjórn­mála­manna sem teldu mik­il­væg­ast að skapa störf. Ef fólk, út­skýrði hann, væri án atvinnu, skap­að­ist ekki tekju­grunn­ur, án vinnu væru hvorki listir né heil­brigð­is­kerfi. Það skiptir mestu, sagði Sig­mundur Dav­íð, að ­stjórn­mála­menn átt­uðu sig á því.

Er það ekki ákveð­inn dómur yfir­ ­sam­fé­lagi okkar að jafn ungur maður nái jafn langt með jafn forn­eskju­leg­ar hug­mynd­ir? Að æðsti maður lands­ins líti þannig á að hug­tak­ið vinna” eigi ekki við listir og heil­brigð­is­kerfi, að því fylgi ein­göngu kostn­að­ur, og að það séu ­fyrst og síð­ast frum­störfin sem haldi öllu uppi? Þess­vegna verði að halda áfram að raska nátt­úr­unni stór­lega, setja gríð­ar­legar upp­hæðir í að und­ir­búa nýtt ál­ver, með örfá störf fyrir lang­menntað fólk, og drjúgur hluti gróð­ans fer í vasa erlendra stór­fyr­ir­tækja, sem að auki fá raf­magnið á útsölu. Og allt þetta svo við getum lesið bæk­ur, farið á tón­leika, haft aðgang að góðri” heil­brigð­is­þjón­ustu. Á hvaða öld lifir Sig­mundur Dav­íð? Veit hann ekki að t.d A­irwa­ves skilar millj­örðum í þjóð­ar­bú­ið, að fram­lag rit­listar til­ verð­mæta­sköp­unar er metið á næstum 30 millj­arða á ári, að íslenskar kvik­mynd­ir skila minnst fjórum krónum inn í þjóð­ar­búið fyrir hverja eina sem þær fá í styrk? Á hvaða öld lifir for­sæt­is­ráð­herra sem leiðir rík­is­stjórn sem lækk­ar skatt á sykur en hækkar skatt á bæk­ur, tón­list?

Nýtt Ísland – sykur og álver?

Spurn­ing er því: Afhverju ætti unga fólkið ekki að flytja burt? 

Nýtt Ís­land – og laskað hel­brigð­is­kerfi. Þar sem starfs­menn eru að nið­ur­lotum komn­ir ­vegna of mik­ils álags, tíð verk­föll lama Land­spít­al­ann sem glímir við þrá­látan fjár­skort, en á meðan stór­eykst styrkur rík­is­ins til einka­að­ila; Klíníkin Ármúla fær ­sér­stak­lega greitt frá rík­inu fyrir hvert við­vik, og í fjár­auka­lögum er beiðn­i ­upp á nokkra millj­arða til einka­geirans, sem stór­græðir meðan Land­spít­al­ann þverr mátt­ur, missir hæft starfs­fólk, neyð­ist til að draga úr þjón­ustu. Við fjar­lægj­umst nor­ræna vel­ferða­kerfið og stefnum örugg­lega í átt að sam­fé­lagi þar ­sem hinir efna­meiri fá betri þjón­ustu, betri heilsu, betra líf.

Þetta er Ísland eftir hrun.

Sam­fé­lag þar sem hinir efna­meiri hafa ein­fald­lega meiri rétt í krafti fjár­muna. Það er „engin stefnu­mótun í heil­brigð­is­mál­u­m“, sagði sjálfur heil­brigð­is­ráð­herra á fundi um íslenska heil­brigð­is­kerfið snemma í haust. En hann hefur rangt fyr­ir­ ­sér, stefnu­mót­unin blasir við: að styrkja einka­geir­ann á kostnað rík­is­spít­ala. Að mis­muna sjúk­lingum eftir efna­hag. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. ­Bjarni og Sig­mundur hafa sjaldan reynt að fela fyrir hvað þeir standa. Þeirra ­fyrsta verk eftir kosn­ingar var ekki að lýsa eftir nýjum leiðum til að byggja ­upp sam­fé­lag­ið, kalla eftir aðkomu þjóð­ar, heita því að læra af mis­tökum for­tíð­ar, heldur að lækka skatta á sjáv­ar­út­veg­inn – sem aldrei í sögu lands­ins hefur skilað jafn miklum gróða - og á hina efna­mestu. Sem þeir tveir, alveg óvart, eru hluti af. Þar með var tónn­inn ­gef­inn.

„Þetta er ógeðs­legt sam­fé­lag. Það eru engin prinsipp, það eru engar hug­sjón­ir, það er ekki neitt. Það er bara tæki­fær­is­mennska.“

Hvers vegna flyst ungt, menntað fólk frá Íslandi?

Fyr­ir­gefið mér, röng spurn­ing: Hvers­vegna ætti það ekki að flytja? Hvers­vegna ætti það ekki að flytja frá landi þar ­sem ein­ungis um 10 pró­sent af auð­lind­arentu sjáv­ar­út­vegs­ins rennur til­ ­sam­fé­lags­ins, en 90 pró­sent í vasa örfárra fjöl­skyldna – um 80 pró­sent af ol­íu­auð Norð­manna rennur beint í þjóð­ar­bú­ið. Þessi slá­andi mis­munur sýn­ir hversu frum­stætt þjóð­fé­lagið er hérna. Það er eins og við höfum aldrei reynt að ­sam­mæl­ast um hvernig þjóð­fé­lag við viljum hafa. Þess­vegna vantar allt jafn­væg­i. Þess­vegna eru stjórn­mál hér ekki til­raun til sam­vinnu, heldur bar­dagi þar sem allt snýst um að koma höggi á and­stæð­ing­inn – og hver ný stjórn reynir að breyta ákvörðun fyrri stjórnar í mik­il­væg­ustu mál­un­um. Lítið jafn­vægi, mik­il ó­kyrrð. Lítil fag­mennska, mikil tæki­fær­is­mennska. 

Það blasti við eftir hrun­ið, við ­fengum tæki­færi til að byggja upp nýtt sam­fé­lag, en okkur mistókst. Tæki­fær­is­mennskan sett­ist í for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn, hags­muna­öflin feng­u fjár­mála­ráðu­neyt­ið, Orka Energy mennta­mála­ráðu­neyt­ið, Kaup­fé­lag Skag­firð­inga ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið. Og þverr­andi von um breytt og betra sam­fé­lag; bit­ur ­reynsla for­tíðar hvíslar að okkur að fátt muni lag­ast hér, ekki í alvöru, ekki í grunn­inn. Spurn­ing er því: Afhverju ætti unga fólkið ekki að flytja burt?  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None