Servíettuútreikningar ungs menntamanns í Hollandi

Auglýsing

Nýlega hefur verið í fréttum og opin­berri umræðu að sjaldan hafi fleiri íslenskir rík­is­borg­arar flutt til­ út­landa en einmitt á þessu ári og aldrei nema í kjöl­farið á kreppu­ár­um. Virð­is­t margt benda til að það sé einkum ungt mennta­fólk sem leitar á önnur mið og flytur úr landi. Sitt sýn­ist hverjum um hver skýr­ingin á þessu er—eins og ­geng­ur.

Þor­steinn Sæmunds­son, þing­mað­ur­ Fram­sókn­ar­flokks­ins hefur til dæm­is­—eft­ir, að því er virð­ist, sam­tal við nokkra verk­fræð­inga—kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að um skort á áburð­ar­verk­smiðju sé um að kenna en Ásgeir Jóns­son,hag­fræð­ingur telur hins vegar að of mik­ill jöfn­uður sé ­skýr­ing­in—að ekki sé nógu mik­ill munur á tekjum þeirra sem eru háskóla­mennt­að­ir og þeirra sem eru það ekki .

Nú er ég ekki hag­fræð­ingur eins og nafn­i m­inn, en ég held að eitt­hvað bregð­ist honum boga­listin í álykt­unum sín­um—eða fram­setn­ingu öllu held­ur. Það er rétt hjá nafna að ef laun mennta­fólks mynd­u hækka, og allt annað hald­ast stöðugt, þá myndi ójöfn­uður launa aukast. Það ­myndi líka leysa vand­ann. En með því að orða það svona hljómar það eins og vand­inn sé jöfn­uð­ur­inn sjálfur en ekki lág laun mennta­fólks. Ég á í það minnsta erfitt með að ímynda mér að margir brott­fluttir myndu flytja aftur til Íslands­ ef laun þeirra sem minnst bera úr býtum myndu lækk­a—en þá myndi ójöfn­uð­ur­ einmitt líka aukast og vand­inn leyst­ur, miðað við fram­setn­ingu Ásgeirs.

Auglýsing

Auð­vitað veit nafni minn vel að það mynd­i bara gera illt verra og er því engu lík­ara en hann vilji ekki setja í orð hver raun­veru­legi vand­inn er: að kaup­máttur á Íslandi sé lág­ur.

Þetta er heldur ekk­ert sér­stak­lega erfitt að reikna út—ef maður er þannig inn­rétt­að­ur. Ímyndum okkur sem dæmi að ung­ur ­mað­ur, nýkom­inn úr námi, sé að velta fyrir sér hvar hann skuli búa (og öll lík­indi við sjálfan mig eru að sjálf­sögðu bara til­vilj­un). Slíkur maður get­ur ­gert ráð fyrir því að fá meira en lág­marks­laun en svona snemma á starfs­ferl­in­um eru launin varla þau hæstu held­ur—og getum við því gefið okkur að launin verð­i rétt í með­al­lagi.

Árið 2014 voru með­al­laun á land­inu rétt um 450 þús­und krónur og má þá gefa sér að eftir skatta og öll gjöld fái ímynd­að­i ­mennta­mað­ur­inn okkar um það bil 320 þús­und krónur útborg­að­ar. Sam­kvæmt við­mið­u­m Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins (sem eru byggð á raun­veru­legum útgjöld­um) eyðir dæmi­gerð ein­hleyp mann­eskja í Reykja­vík 237 þús­und krónum á mán­uði án hús­næð­is­kostn­að­ar­. Ef okkar maður vill lifa ein­hverju meira en mein­læta­lífi eru því ekki nema 84 ­þús­und krónur eftir til að finna þak yfir höf­uð­ið.

Ég held að eng­inn sem þekkir leigu­mark­að­inn í Reykja­vík þessa dag­ana geri sér miklar vonir um að sæmi­leg íbúð fáist fyr­ir­ 84 þús­und krón­ur. Vilji ungi mað­ur­inn búa betur en að hír­ast í her­bergiskytru ­uppá hana­bjálka eða án með­leigj­enda (íbúðir sem henta vel til slíks eru þó ekki á hverju strá­i—það þekki ég) þá mun hann þurfa að borga tölu­vert meira fyr­ir­ það en 84 þús­und krón­ur. Ætli 120-150 þús­und krónur á mán­uði séu ekki nær lag­i? Þá erum við búin að reikna okkur að minnsta kosti 36 þús­und í mínus og erum ekki einu sinni farin að huga að því að borga náms­lán­in!

Tökum núna dæmi af Amster­dam—bara af því að ég er þar núna og þekki vel til, auk þess sem laun eru svipuð og í Reykja­vík­, svo sam­an­burð­ur­inn er ein­fald­ur. Hér þarf ekki að eyða stórfé í sam­göng­ur. Hjól eru besti ferða­mát­inn og sá ódýr­asti. Kostn­að­ur­inn miðað við það sem Vel­ferð­ar­ráðu­neytið gerir ráð fyrir minnk­aði allt í einu um 70 þús­und krónur á mán­uði (en segjum samt 50 þús­und, til að vera örugg­lega ekki að ýkja). Þá þarf 186 þús­und krónur til að lifa mán­uð­inn.

Allur annar kostn­aður er svo líka lægri. Mat­vara er 33% ódýr­ari og annað um 20% ódýr­ara. Ímynd­aði mennta­mað­ur­inn mynd­i auð­vitað eyða mestu í mat, svo við getum sagt að það sé 25% ódýr­ara að ­með­al­tali. Það er þó að mínu viti mjög van­reiknað því mun auð­veld­ara er að f­inna ódýran mat í Amster­dam en í Reykja­vík, þar sem flest er í kring­um ­með­al­talið.

Hvað um það—nú erum við allt í einu kom­inn í 140 þús­und á mán­uði sem það kostar ímynd­aða mennta­mann­inn að búa í Holland­i. Miðað við að útborguð laun séu svipuð og í Reykja­vík, þá eru allt i einu 180 þús­und krónur eftir í vas­anum til að finna stað til að búa á í stað þeirra 84 þús­und króna sem við höfðum umleikis í Reykja­vík. 

Leigu­verð er þó aðeins hærra í Amster­dam að ­með­al­tali en í Reykja­vík, en ekki mik­ið, og mögu­leik­arnir á að finna ódýra íbúð þó betri. Til að mynda greiðir hús­ráð­andi þar sem ég er nú staddur rúm­lega 80 ­þús­und krónur fyrir hreint prýði­lega ein­stak­lings­í­búð í góðu hverf­i—­með­ raf­magni, gasi og vatni inni­földu. Ef nýút­skrif­aði háskóla­mað­ur­inn væri svo hepp­inn að kom­ast í svo­leiðis íbúð ætti hann eftir 100 þús­und krónur á mán­uði í vesk­in­u—eftir öll venju­leg útgjöld. Það er ekki slæmt að geta lagt svo mik­ið ­fyrir við hver mán­að­ar­mót án mik­illar fyr­ir­hafnar og tölu­vert mikið betra en að vera í dágóðum mín­us. Ef hann er ekki svo hepp­inn, er hann þó samt ekki í mín­us.

Amster­dam er auð­vitað bara eitt dæmi en ­svip­aða nið­ur­stöðu má fá ef aðrar helstu borgir í nágranna­lönd­unum eru ­skoð­að­ar­—­kaup­máttur er yfir­leitt á bil­inu 20-40% hærri en í Reykja­vík ef gert er ráð fyrir því að búa í leigu­í­búð.

Nú gæti ein­hver sagt við mig að auð­vit­að væri vel hægt að spara í Reykja­vík líka: taka strætó í stað þess að vera á einka­bíl, borða ódýr­ari mat, leigja her­bergi eða vera með­ her­berg­is­fé­laga—ein­hvern veg­inn lætur fólk jú enda ná sam­an. Það er auð­vitað allt ­gott og blessað en það svarar ekki þeirri spurn­ingu af hverju ungt mennta­fólk flytur úr landi. Svarið við þeirri spurn­ingu er ein­fald­lega að hér eru slæm lífs­kjör miðað við önn­ur, nálæg lönd sem auð­velt er að flytja til.

Þá erum við ekki einu sinni farin að ræða það að ungu fólki er almennt illa við út­hverfin í Reykja­vík þar sem flestir enda og ekk­ert sér­stak­lega svag fyrir því að ríkið sói stórfé í að nið­ur­greiða hús­næð­is­lán fyrir fólk sem hefur ekk­ert við það að gera. Því finnst auk þess nátt­úru­vernd meira en bara lúx­us, skil­ur ekki af hverju sumir en ekki aðrir fengu gef­ins fisk­inn í sjónum og orð­ið ­þreytt á spilltri stjórn­mála­menn­ingu þar sem ráð­herrar segja ekki af sér þrátt ­fyrir að njóta einskis trausts og sendi­herra­emb­ætti eru nokk­urs konar laun fyr­ir­ illa unnin störf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None