Servíettuútreikningar ungs menntamanns í Hollandi

Auglýsing

Nýlega hefur verið í fréttum og opinberri umræðu að sjaldan hafi fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt til útlanda en einmitt á þessu ári og aldrei nema í kjölfarið á kreppuárum. Virðist margt benda til að það sé einkum ungt menntafólk sem leitar á önnur mið og flytur úr landi. Sitt sýnist hverjum um hver skýringin á þessu er—eins og gengur.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins hefur til dæmis—eftir, að því er virðist, samtal við nokkra verkfræðinga—komist að þeirri niðurstöðu að um skort á áburðarverksmiðju sé um að kenna en Ásgeir Jónsson,hagfræðingur telur hins vegar að of mikill jöfnuður sé skýringin—að ekki sé nógu mikill munur á tekjum þeirra sem eru háskólamenntaðir og þeirra sem eru það ekki .

Nú er ég ekki hagfræðingur eins og nafni minn, en ég held að eitthvað bregðist honum bogalistin í ályktunum sínum—eða framsetningu öllu heldur. Það er rétt hjá nafna að ef laun menntafólks myndu hækka, og allt annað haldast stöðugt, þá myndi ójöfnuður launa aukast. Það myndi líka leysa vandann. En með því að orða það svona hljómar það eins og vandinn sé jöfnuðurinn sjálfur en ekki lág laun menntafólks. Ég á í það minnsta erfitt með að ímynda mér að margir brottfluttir myndu flytja aftur til Íslands ef laun þeirra sem minnst bera úr býtum myndu lækka—en þá myndi ójöfnuður einmitt líka aukast og vandinn leystur, miðað við framsetningu Ásgeirs.

Auglýsing

Auðvitað veit nafni minn vel að það myndi bara gera illt verra og er því engu líkara en hann vilji ekki setja í orð hver raunverulegi vandinn er: að kaupmáttur á Íslandi sé lágur.

Þetta er heldur ekkert sérstaklega erfitt að reikna út—ef maður er þannig innréttaður. Ímyndum okkur sem dæmi að ungur maður, nýkominn úr námi, sé að velta fyrir sér hvar hann skuli búa (og öll líkindi við sjálfan mig eru að sjálfsögðu bara tilviljun). Slíkur maður getur gert ráð fyrir því að fá meira en lágmarkslaun en svona snemma á starfsferlinum eru launin varla þau hæstu heldur—og getum við því gefið okkur að launin verði rétt í meðallagi.

Árið 2014 voru meðallaun á landinu rétt um 450 þúsund krónur og má þá gefa sér að eftir skatta og öll gjöld fái ímyndaði menntamaðurinn okkar um það bil 320 þúsund krónur útborgaðar. Samkvæmt viðmiðum Velferðarráðuneytisins (sem eru byggð á raunverulegum útgjöldum) eyðir dæmigerð einhleyp manneskja í Reykjavík 237 þúsund krónum á mánuði án húsnæðiskostnaðar. Ef okkar maður vill lifa einhverju meira en meinlætalífi eru því ekki nema 84 þúsund krónur eftir til að finna þak yfir höfuðið.

Ég held að enginn sem þekkir leigumarkaðinn í Reykjavík þessa dagana geri sér miklar vonir um að sæmileg íbúð fáist fyrir 84 þúsund krónur. Vilji ungi maðurinn búa betur en að hírast í herbergiskytru uppá hanabjálka eða án meðleigjenda (íbúðir sem henta vel til slíks eru þó ekki á hverju strái—það þekki ég) þá mun hann þurfa að borga töluvert meira fyrir það en 84 þúsund krónur. Ætli 120-150 þúsund krónur á mánuði séu ekki nær lagi? Þá erum við búin að reikna okkur að minnsta kosti 36 þúsund í mínus og erum ekki einu sinni farin að huga að því að borga námslánin!

Tökum núna dæmi af Amsterdam—bara af því að ég er þar núna og þekki vel til, auk þess sem laun eru svipuð og í Reykjavík, svo samanburðurinn er einfaldur. Hér þarf ekki að eyða stórfé í samgöngur. Hjól eru besti ferðamátinn og sá ódýrasti. Kostnaðurinn miðað við það sem Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir minnkaði allt í einu um 70 þúsund krónur á mánuði (en segjum samt 50 þúsund, til að vera örugglega ekki að ýkja). Þá þarf 186 þúsund krónur til að lifa mánuðinn.

Allur annar kostnaður er svo líka lægri. Matvara er 33% ódýrari og annað um 20% ódýrara. Ímyndaði menntamaðurinn myndi auðvitað eyða mestu í mat, svo við getum sagt að það sé 25% ódýrara að meðaltali. Það er þó að mínu viti mjög vanreiknað því mun auðveldara er að finna ódýran mat í Amsterdam en í Reykjavík, þar sem flest er í kringum meðaltalið.

Hvað um það—nú erum við allt í einu kominn í 140 þúsund á mánuði sem það kostar ímyndaða menntamanninn að búa í Hollandi. Miðað við að útborguð laun séu svipuð og í Reykjavík, þá eru allt i einu 180 þúsund krónur eftir í vasanum til að finna stað til að búa á í stað þeirra 84 þúsund króna sem við höfðum umleikis í Reykjavík. 

Leiguverð er þó aðeins hærra í Amsterdam að meðaltali en í Reykjavík, en ekki mikið, og möguleikarnir á að finna ódýra íbúð þó betri. Til að mynda greiðir húsráðandi þar sem ég er nú staddur rúmlega 80 þúsund krónur fyrir hreint prýðilega einstaklingsíbúð í góðu hverfi—með rafmagni, gasi og vatni inniföldu. Ef nýútskrifaði háskólamaðurinn væri svo heppinn að komast í svoleiðis íbúð ætti hann eftir 100 þúsund krónur á mánuði í veskinu—eftir öll venjuleg útgjöld. Það er ekki slæmt að geta lagt svo mikið fyrir við hver mánaðarmót án mikillar fyrirhafnar og töluvert mikið betra en að vera í dágóðum mínus. Ef hann er ekki svo heppinn, er hann þó samt ekki í mínus.

Amsterdam er auðvitað bara eitt dæmi en svipaða niðurstöðu má fá ef aðrar helstu borgir í nágrannalöndunum eru skoðaðar—kaupmáttur er yfirleitt á bilinu 20-40% hærri en í Reykjavík ef gert er ráð fyrir því að búa í leiguíbúð.

Nú gæti einhver sagt við mig að auðvitað væri vel hægt að spara í Reykjavík líka: taka strætó í stað þess að vera á einkabíl, borða ódýrari mat, leigja herbergi eða vera með herbergisfélaga—einhvern veginn lætur fólk jú enda ná saman. Það er auðvitað allt gott og blessað en það svarar ekki þeirri spurningu af hverju ungt menntafólk flytur úr landi. Svarið við þeirri spurningu er einfaldlega að hér eru slæm lífskjör miðað við önnur, nálæg lönd sem auðvelt er að flytja til.

Þá erum við ekki einu sinni farin að ræða það að ungu fólki er almennt illa við úthverfin í Reykjavík þar sem flestir enda og ekkert sérstaklega svag fyrir því að ríkið sói stórfé í að niðurgreiða húsnæðislán fyrir fólk sem hefur ekkert við það að gera. Því finnst auk þess náttúruvernd meira en bara lúxus, skilur ekki af hverju sumir en ekki aðrir fengu gefins fiskinn í sjónum og orðið þreytt á spilltri stjórnmálamenningu þar sem ráðherrar segja ekki af sér þrátt fyrir að njóta einskis trausts og sendiherraembætti eru nokkurs konar laun fyrir illa unnin störf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None