Samstaðan gegn óttanum ofar öllu - Fordómafullar raddir jafn falskar og áður

Stade de France
Auglýsing

Árásirnar í París í gær eru reiðarslag fyrir Evrópu, á viðkvæmum tímum. Í samúðarskeytum þjóðhöfðingja víða um heim mátti greina þetta augljóslega. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði árásirnar beinast að mannkyninu í heild, og að þær ættu að vekja ótta hjá almenningi. Ef það tækist þá væri markmiði hryðjuverkamannanna náð. 

Þó hugurinn sé nú hjá íbúum Parísar, aðstandendum þeirra sem létu lífið og hinum særðu, þá er óhjákvæmlega erfitt að aðskilja þessa atburði frá þeim milljónum sem nú streyma frá stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi, Írak og Afganistan til Evrópu. Í versta falli geta árásir sem þessar bitnað á flóttamönnum beint, vegna aðgerða sem þjóðir grípa til vegna ótta við frekari árásir. Þá er því miður hætt við því að ýmsar fordómafullar raddir hljómi enn hærra en venjulega. Sem fyrr verður sá hljómur falskur, og ranghugmyndir sem fordómum fylgja eiga jafn lítið erindi í samfélögin og áður. 

Nú reynir á að samstaða um að hrinda frá óttanum sé í forgrunni, og hjálparhöndin til þeirra sem minna mega sín jafn útrétt og áður. 

Það er síðan umhugsunarefni, hvers vegna glæpamennirnir sem drepa blásaklaust fólk upp úr engu, hvort sem það er í Sýrlandi eða París, fá að skreyta sig með trúarlegum vængjum í opinberri umræðu. Riddarar trúarbragðanna sem þeir kenna sig við eru þeir ekki, svo mikið er víst. Þaulskipulögð fjöldamorð með þungavopnum eru fyrst og síðast grimmilegir glæpir, og aðeins múgheimsku fólki dettur það í hug, að tengja trúarbrögð hundruð milljóna manna í heiminum við þau sérstaklega. 

Megi góðmennskan, víðsýnin og samstaðan gegn óttanum sigra að lokum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None