Samstaðan gegn hatri og ótta - Ótímabært og vitlaust tal um tengingar við landamæraeftirlit

París árásirParís
Auglýsing

Sorgin vegna árásanna í París er enn yfir­þyrm­andi. Hugur fólks er hjá fórn­ar­lömbun­um. Það hefur verið gott að sjá ráða­menn Evr­ópu­ríkja senda strax út þau skila­boð, að fólk eigi ekki að tengja árás­irnar í París við það, að millj­ónir manna væru nú að flýja til Evr­ópu, ekki síst undan íslamska rík­inu og voða­verkum þess í Sýr­landi, Írak og Afganist­an. 

Almennt ættu þeir, sem ein­hverra hluta vegna tengja landamæra­eft­ir­lit í Evr­ópu við árás­irn­ar, að hugsa málin til enda og velta því fyrir sér, hvaða til­gangi það þjónar að draga álykt­anir í þá veru. Sér­stak­lega þegar það er gert ­nán­ast á sama tíma og árás­irnar eiga sér stað, eins og for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, Snorri Magn­ús­son, gerði. Sam­staðan með fórn­ar­lömbunum ætti öðru fremur að vera sam­staða gegn ótt­anum sem hryðju­verka­menn eru að reyna að skapa. Afleið­ingar stríðs, eins og nú geysar af fullum þunga í Sýr­landi, Írak og Afganistan - og raunar á fleirum svæðum í grennd - eru því miður þær, að hatur tekur völd­in. Og hat­rið á sér lítil tak­mörk, eins og tíðar hörmu­legar árásir á óbreytta borg­ara víða um heim­inn að und­an­förnu sýna. Með því að vinna gegn ótt­an­um, er verið að vinna gegn því að hryðju­verka­menn nái fram tak­marki sínu. Nei­kvæð áhrif hat­urs verða fyrir vikið minni. Sam­staðan verður að snú­ast um þetta, og síðan er lítið annað hægt að gera en að vona að stríðs­á­tök­unum linn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None