Auglýsing

Ég horfi út um gluggann á fallegan og kyrran íslenskan vetrarmorguninn og hugsa að ég vildi að þetta hefði allt saman bara verið ógeðsleg martröð. En svo er ekki. Í gær var annað skiptið á árinu sem ég fylgdist stjörf með þremur mismunandi frönskum fréttaveitum og grét með landinu mínu. Hágrét eins og barn sem kemst í fyrsta skipti í tæri við grimmdina í heiminum. Að minnsta kosti 120 látnir. Árásir á sex stöðum samtímis, stöðum sem voru sérstaklega valdir því þar er mikil umferð á föstudagskvöldi í París. Fólk úti að borða, að fá sér drykk, hlusta á tónlist og skemmta sér. Aðallega ungt fólk. Í gærkvöldi breyttist þetta glaðlega andrúmsloft allt í einu í blóðbað og óskiljanlegan hrylling. Það er dýrmætt að kalla meira en eitt land heimaland sitt. Hjartað stækkar en um leið hefur maður fleira til að syrgja.

Og í sorginni þráir maður að skilja, þó það sé ekki hægt. Ef Íslamska ríkið stendur á bakvið árásirnar, og svo virðist vera, eru þetta stórfelldustu voðaverk sem samtökin hafa framkvæmt utan Mið-Austurlanda. Og ISIS valdi París. Hvers vegna? Það er ómögulegt að segja að eitthvað eitt svar liggi að baki. Árásarmennirnir töluðu um Sýrland og Írak, þar sem utanríkisstefna og hernaðaraðgerðir Frakklands hafa verið stórtækar og um leið gríðarlega umdeildar. Ekki er vitað hvort árásarmennirnir hafi verið Frakkar eða ekki að svo stöddu, en hryðjuverkin í janúar minntu okkur á myrka sögu Frakklands þegar kemur að upprunalöndum múslima sem þar búa, sem og vanhæfni yfirvalda til þess að búa öllum jöfn tækifæri óháð uppruna. 

Kouachi bræðurnir sem stóðu að baki morðunum á skrifstofu Charlie Hebdo voru Frakkar en uppruni þeirra lá til Alsír, lands sem Frakkland stappaði á, lamaði og deyddi. Hápunktinum var náð með sjálfstæðisbaráttu Alsír 1954-1962 þar sem Frakkar beittu meðal annars hrottalegum pyntingum. Þó þögnin sé að hluta til að rofna er afneitunin í Frakklandi enn mikil og umræðan af skornum skammti, nýfarið er að minnast á þetta í skólabókum og skömmin er mikil en ekki nægilega opinber og hávær. Frakkland eftirnýlenduáranna einkennist af jaðarsetningu þeirra hópa sem yfirvöld hafa brotið og hagnast hvað mest á. Það er hægt að tína margt til ef við viljum raunverulega skilja, en allt þrýtur einhvern veginn þegar maður hugsar um hversu mikla grimmd og hatur þessi voðaverk sýna.

Auglýsing

Ég skal samt segja ykkur hvar ég leita ekki skýringa, og það er hjá þeim frönsku múslimum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina og tengjast hryðjuverkunum ekki meira en ég og þú. Madame Bousma sótti mig í leikskólann þegar ég var lítil skotta í úthverfum Parísar, hún passaði mig og ég átti alltaf yndislegar stundir með börnunum hennar þangað til foreldrar mínir losnuðu úr vinnu og komu að sækja mig. Hún grætur jafnmikið og ég í dag. 

Vinir mínir, Sofia, Riyadh og Aboubakar, sem voru með mér í bekk þegar ég var unglingur í Bordeaux gráta líka. Það sama á við um Amani sem ég kynntist hér á Íslandi þar sem hún stundaði rannsóknir í efna- og eðlisfræði við HÍ. Þau gráta jafnvel meira en ég, þar sem hryðjuverkin í janúar sýndu að það sem fylgir er aukið ofbeldi gagnvart frönskum múslimum. Múslimum sem eiga Frakkland jafnmikið og ég og hata hryðjuverkin eins mikið. Í gærkvöldi fordæmdi Franska múslimaráðið að öllu leyti „þessar viðbjóðslegu og fyrirlitlegu árásir“. Ég gæti farið að tala um alla læknana og frumkvöðlana sem aðhyllast íslam og eru jafnframt Frakkar sem eiga uppruna sinn að rekja annað, en að sjálfsögðu eru ekki allir franskir múslimar dýrlingar rétt eins og afkomendur sýrlenskra flóttamanna eru ekki allir Steve Jobs. 

Þetta er bara fólk eins og við hin sem fæddumst í meiri forréttindastöðu, og það á ekki að vera nein hæfileikakeppni sem sker úr um það hvort maður fái að lifa við mannsæmandi aðstæður og njóta mannréttinda. Fólk hefur rétt á að komið sé fram við það eins og manneskjur óháð því hvað það hefur fram á að færa til samfélagsins, hvernig það er á litinn eða hvaða trúarbrögð það aðhyllist.

Þetta leiðir mig að annars konar sorg sem ég finn fyrir í dag þegar ég les sum viðbrögð fólks hérna heima. Þau snúast að innflytjendum og flóttamönnum sem aðhyllast íslam og innihalda oftar en ekki þann misskilning að íslam hvetji beinlínis til hryðjuverka (sem er að sjálfsögðu rangt). Við megum ekki falla í þá gryfju að finna svona einfeldningslegan farveg fyrir óttann og reiðina, þar sem alhæfingar og fáfræði ráða völdum. Ef þessir atburðir valda meiri sundrungu í heiminum en er til staðar nú þegar hafa hryðjuverkamennirnir sigrað. Fyrst og fremst eiga þessir atburðir aldrei að verða til minnkunar á þeim ótrúlega vilja sem óbreyttir borgarar á Íslandi hafa sýnt þegar kemur að því að hjálpa fólki í neyð. Munum að margt af þessu flóttafólki flýr nú sömu samtök og standa sennilega að baki hryðjuverkunum sem áttu sér stað í París, þrátt fyrir að vera múslimar. Við erum hluti af sama mannkyninu og eigum sameiginlegan óvin: Óttann og hatrið sem reynir að stía okkur í sundur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None