Blessuð ljóðajólin

Ljóðajólin eru til umfjöllunar í bókarýni Þorgeirs Tryggvasonar í þetta skiptið. Þau verða hátíðleg þetta árið, og skemmtileg í fjölbreytileika sínum.

Bækur
Auglýsing

Fyrstu gár­urnar í jóla­bóka­flóð­inu í ár voru ljóða­bæk­ur. Kannski er það alltaf þannig, en fljót­lega varð ljóst að nú var óvenju­mikið af bita­stæðum bókum í flæð­ar­mál­inu. Þegar tím­inn og rýmið er tak­markað er nauð­syn­legt að fara hratt yfir sögu svo ég hef ákveðið að skrifa stuttar umsagnir um nokkrar þess­ara bóka í einum pistli. 

Linda Vil­hjálms­dóttir

Frelsi

Mál og menn­ing

„Meit­luð reiði“ ein­kennir þessa bók umfram ann­að. Linda eyðir ekki mörgum orðum en eyðir senni­lega eftir því mörgum stundum í að velja þau. „Beisluð kald­hæðni“ væri líka ein­kunn sem mætti nota. Kald­hæðni beitt fyrir vagn þess erindis að segja sam­tím­anum til synd­anna. 

Auglýsing

Segja má að bókin skipt­ist í þrjá ljóða­bálka, eða jafn­vel þrjú sam­felld ljóð, með inn­gangi. Grípum niður í fyrsta hluta þar sem grillið er leið­ar­stef­ið, að manni sýn­ist að góð­borg­arar fletti yfir­breiðsl­unni á kvöld­in:Í stað þess að grafa kjötið í jörðu

var ákveðið að fýra upp í grill­in­u
í góð­gerð­ar­skyni og bjóða þeim

verst settu í garð­inn í ókeypis löns

Því sem af gengur

þegar við skellum í lás

verður fleygt fyrir hrafn­inn og hundana

og restin fer út fyrir girð­ingu á haug­ana

Þar sem úrgangur mann­lífs­ins

endar í mál­fræði­legri hag­ræð­ingu

svo að eftir standa sótt­hreinsuð sorp­orð

eins og förgun urðun losun og ger­eyð­ing

Eins og ég sagði: Meit­luð reiði, beisluð kald­hæðni.

Annar hlut­inn lýsir ferð til Lands­ins helga, sem er Lindu alls ekki heil­agt – sam­hengi sögu og nútíma­skelf­ing­ar­innar liggur ljóst fyrir í þessum glæsi­lega texta.

Í þeim þriðja er röðin komin að stjórn­mál­unum og glæpum þeirra – glæpum gegn nátt­úr­unni, fram­tíð­inni og – kannski ekki síst – tungu­mál­inu. Skrið­þung­inn og mælskan vex eftir því sem líður á bók­ina, málag­inn og orð­vísin láta stundum allt að því undan erind­inu. En bara næstum því. 

Útkoman er mín eft­ir­læt­is­ljóða­bók þessa árs. Bubbi Morthens

Öskr­aðu gat á myrkrið

Mál og menn­ing

Auð­vitað hefur það áhrif á við­tökur þess­arra ljóða að hér yrkir þjóð­frægur maður sem hefur svo sann­ar­lega ekki sett ljós sitt undir mæli­ker. Fyrir vikið verður yrk­is­efni Bubba: erfið lífs­reynsla, bar­átta við fíkn­ina og til­finn­inga­leg úrvinnsla þessa, engin sér­stök opin­ber­un. Við höfum heyrt þetta áður. Einn styrkur hennar er fólgin í kraft­inum sem býr að baki – sál­ar­lífsólg­unni sem þeytir orð­unum á papp­ír­inn. Kannski líka veik­leiki, á köflum væri fengur að meiri ögun, fjöl­breytt­ari efn­is­tök­um, færri orð­um. Sér­stak­lega þegar bókin er lesin frá upp­hafi til enda í einni setu. Sem hún líka kallar á – þetta er sam­fellt verk, ekki ljóða­safn. 

Það vinnur síðan með bók­inni hvað hún kemur á köflum vel út í sam­an­burði við það sem lægst flýgur af því mikla magni ljóð­ræns texta sem frá Bubba hefur komið í gegnum árin. Hún rifjar líka upp fyrir manni hvað hann hefur stundum fundið og dregið upp snjallar og sterkar mynd­ir:

Þú vaknar grill­aður

ríg­heldur þér 

í myrkrið

reiðin ryðst 

eins og svört eðja

inní vit­und þína

og öskrar

þögn ég heimta þögn

það var alltof seint

eng­inn hafði rek­ist á þögn­ina 

í ára­tugi

Það er alla­vega ljóst að Bubbi Morthens á alger­lega erindi á þennan vett­vang, og blasir við að Öskr­aðu gat á myrkrið mun gefa þeim sem ekki fella sig við tón­list­ina tæki­færi til að kynn­ast hon­um, og þeim af aðdá­end­un­um, sem mögu­lega töldu sig ekk­ert hafa með nútímaljóð­list að gera, til­efni til að hugsa sig aftur um.

Urður Snæ­dal

Písl­irnar hennar mömmu

Bók­stafur

Húmor og sjálfs­háð ræður ríkjum og mótar alla fram­setn­ingu Urðar í þess­ari bók, þar sem móð­ur­hlut­verk­ið, róm­an­tískar hug­myndir um það og árekstur þeirra við raun­veru­leik­ann eru til skoð­un­ar. 

Þetta er t.d. fram­úr­skar­and­i:

og þarna er hún allt í einu.

eina mann­eskjan 

i öllum heim­in­um 

sem nær

að heilla mig upp úr skónum

strax

við fyrstu kynni

þótt hún sé nakin

og öskr­andi

og með kúk í hár­inu.

Stundum þykir pemp­íum eins og mér kannski Urður fara full­frjáls­lega með lík­ams­vess­ana. Það hvarfla alveg að manni efa­semdir um að knýj­andi list­ræn þörf knýji stærstu gusurn­ar. Eins er alveg ljóst að margar ljóða­bækur árs­ins eru veiga­meiri gripir í erindum sínum og list­rænum tökum á ljóð­form­inu. Engu að síður er von­laust annað en að hafa mikið gaman af sam­fylgd­inni með Urði Snæ­dal. Jafn­vel þó áfanga­stað­irnir séu hvers­dags­leg­ir:hús­mæðra­or­lofið mitt

er barn­laus ferð

í Bónus

Stór­skemmti­leg bók sem allir sem eiga börn, eiga vini sem eiga börn eða hafa verið börn munu finna sam­hljóm í. Og hlæj­a.Sjón

Grá­spörvar og ígul­ker

JPV

Hvernig bindur maður óbundið mál? Hvað gerir ljóð að ljóði? Sjón svarar þessu á alls­konar hátt í Grá­spörvum og ígul­kerj­um, og var það fyrsta sem ég festi athygl­ina á við lestur bók­ar­inn­ar. Umfram inni­hald­ið. Það má. 

b ó k i n  u m  s n j ó i n n
hún hefst á til­vitnun sem inni­heldur orðið augn­hvíta

í annarri máls­grein kemur fyrir kven­manns­nafnið drífa

og er sagt bera með sér gæfu sé það gefið tví­bura­systur
þriðji kafli segir frá rúm­laki sem blaktir fyrir hægum vindi

á snúru aftan við þrí­lyft hús í brekku þaðan sem sér út langan fjörð
fjórði hlut­inn ger­ist á afkasta­miklu mjólk­ur­búi þar sem mjólkin

freyðir í mjalta­föt­unum og skyr er hrært í risa­stórum stálgámi
á loka­síð­unni tuldrar gam­al­menni: „svefn­blár, hann var svefn­blár“

Text­arnir í bók­inni taka ótal form, en öll eru þau form. Yrk­is­efnin eru illá­þreif­an­leg með öðrum orðum en ljóð­anna. Nátt­úra, yfir­nátt­úra, goð­sögur og veru­leiki á því súr­r­eal­íska stefnu­móti sem við sem byrj­uðum að lesa ljóð Sjóns á mennta­skóla­ár­unum á níunda ára­tugnum þekkjum og allir ættu að njóta þess að kynn­ast. Það er enn kengur í þessum galdri. Þrátt fyrir þessu snjöllu varn­að­ar­orð af bak­síð­unni:


það vill henda í ljóðum

að þegar þokunni léttir

taki hún með sér fjallið

Ynd­is­leg lítil bók.

Óskar Árni Ósk­ars­son

Blý­eng­ill­inn

Bjartur

Hér ægir saman allskyns text­um, smíð­uðum út frá ansi ólíkum ljóð­rænum og fag­ur­fræði­legum for­send­um. Alltaf er samt hin lága og hvers­dags­lega stemm­ing ríkj­andi, ef það er rétta orð­ið. Ekki skáld til­finn­inga­ólg­unnar eða mælg­inn­ar, Ósk­ar. Mér finnst nú ekki allt hitta í mark. En þegar best lætur fer and­inn á flug, þegar óvæntu ljósi er brugðið á hvers­dags­leik­ann - og gefnir í skyn harmar sem gætu spannað heila ævi:Gömul skóla­systir

Það var ekki fyrr en hann stopp­aði bíl­inn við Skál­ann í Vík í Mýr­dal að hann átt­aði sig á að eitt­hvað und­ar­legt var á seyði: Hann hafði tekið ranga konu með sér í sum­ar­frí­ið. Hann fór að fiska eftir því með hægð hver hún gæti eig­in­lega verið þessi kona sem sat við hlið­ina á honum í bíln­um. Hann hefði getað sagt sér það sjálfur að ekki var allt með felldu, því ekki var ein­leikið hvað konan þekkti vel öll örnefni og kenni­leiti á leið­inni og var óspör á að miðla þess­ari vit­neskju sinni. Eftir að hann hafði lagt fyrir hana nokkrar var­færnar spurn­ingar kom upp úr dúrnum að þetta var gömul skóla­systir hans. Og þegar hann fór að spyrja hana nánar um hagi hennar kom í ljós að þau höfðu verið gift í þrjá­tíu ár og að hún vissi ekki betur en þessi ferð hefði einmitt verið farin í til­efni þeirra tíma­móta.

Þetta er ein­hver besti og snjall­asti texti sem ég hef lesið á þessu ári. Þó ekki sé allt jafn frá­bært og þetta í Blý­engl­inum þá eru topp­arnir topp­ar.

Ljóða­bækur fara vel í jóla­pakka. Þær gefa hönn­uðum líka færi á að skína, og sumir þeirra gera það í ár. Allar ofan­greindar eru t.d. mjög snotr­ar, Sjón­s­bók þó feg­urst. Af öðrum augna­yndum má t.d. nefna Alm­anak Ólafs Jóhanns Ólafs­sonar (Ver­öld) og frum­leg hönnun verð­launa­bókar Ragn­ars Helga Ólafs­son­ar, Til hug­hreyst­ingar þeim sem finna sig ekki í sam­tíma sínum (Bjart­ur), fangar líka athygl­ina. Þar er t.d. þetta eit­ur­snjalla tit­illjóð – mitt eft­ir­lætis ein­staka ljóð árs­ins og sem sannar hvað þessi teg­und tján­ingar getur verið leiftr­andi, snjöll og ómissandi:TIL HUG­HREYST­INGAR

ÞEIM SEM FINNA SIG EKKI

Í SAM­TÍMA SÍNUM

(eða: Í fram­tíð­inni #3)

Í fram­tíð­inni

þegar tíma­ferða­lög verða mögu­leg;

Fólk fer ennþá á bar­inn

en skreppur svo aftur í tím­ann til að fá sér rettu.

Flestir munu hafa atvinnu og búfestu í sinni nútíð

en ferð­ast í tíma í frí­tíma sín­um.

Í fram­tíð­inni

mun það koma fyrir

– sum kvöld – 

að þar verður eng­inn.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiFólk
None