Stjórnvöld stefna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent, miðað við árið 1990, fyrir árið 2030. Þetta er háleitt markmið, og sem dæmi um það er vert að nefna, að ekki dugar að rafvæða allan bílaflotann á höfuðborgarsvæðinu. Ganga þarf mun lengra, og þurfa sveitarstjórnir og ríkisstjórn á hverjum tíma og leiða þetta verkefni áfram ásamt fyrirtækjum.
En það má samt ekki gleyma því að hver og einn einstaklingur mun ávallt skipta sköpum hvað þessi málefni varðar. Mikil lífstílsbreyting, í átt að vistvænni lifnaðarháttum, þarf að eiga sér stað svo að þetta háleita markmið geti náðst. Fólk þarf að nota bíl minna, og labba, hlaupa eða hjóla meira. Margt smátt gerir eitt stórt, segir máltakið, og það á svo sannarlega við um þessi mál.
Það var að ánægjulegt að sjá 103 íslensk fyrirtæki skuldbinda sig til þess að sýna samfélagslega með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, með undirskrift þess efnis í Höfða í gær. En vonandi er þetta samt bara byrjunin, því mörg stærri skref þarf að stíga.