Fólk getur sjálft skipt sköpum með lífsstílsbreytingu

höfði - mynd:reykjavík.is
Auglýsing

Stjórn­völd stefna að því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 40 pró­sent, miðað við árið 1990, fyrir árið 2030. Þetta er háleitt mark­mið, og sem dæmi um það er vert að nefna, að ekki dugar að raf­væða allan bíla­flot­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ganga þarf mun lengra, og þurfa sveit­ar­stjórnir og rík­is­stjórn á hverjum tíma og leiða þetta verk­efni áfram ásamt fyr­ir­tækj­um.

En það má samt ekki gleyma því að hver og einn ein­stak­lingur mun ávallt skipta sköpum hvað þessi mál­efni varð­ar. Mikil lífstíls­breyt­ing, í átt að vist­vænni lifn­að­ar­hátt­um, þarf að eiga sér stað svo að þetta háleita mark­mið geti náðst. Fólk þarf að nota bíl minna, og labba, hlaupa eða hjóla meira. Margt smátt gerir eitt stórt, segir máltak­ið, og það á svo sann­ar­lega við um þessi mál. 

Það var að ánægju­legt að sjá 103 íslensk fyr­ir­tæki skuld­binda sig til þess að sýna sam­fé­lags­lega með því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, með und­ir­skrift þess efnis í Höfða í gær. En von­andi er þetta samt bara byrj­un­in, því mörg stærri skref þarf að stíga.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None