Barist um ríkisbitana á höfuðborgarsvæðinu

Kópavogur
Auglýsing

Byggða­mál eru oft í brennid­epli, og þá ekki síst meintur rígur milli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og lands­byggð­ar­inn­ar. Það glittir hins vegar oft einnig í ríg­inn milli sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Á bæj­ar­ráðs­fundi í Kópa­vogi, í byrjun síð­asta mán­aðar, kom fram mikil óánægja hjá kjörnum full­trúum í Kópa­vogi með það, hversu mikið Reykja­vík­ur­borg fengi úr rík­is­sjóði vegna fast­eigna­gjalda. Á hverju ári fær Reykja­vík­ur­borg um einn millj­arð króna, auk þess sem Vega­gerðin hefði greitt tæp­lega 500 millj­ónir vegna göngu- og hjóla­stíga í borg­inni á árunum 2011 til 2014. 

Til sam­an­burðar fær Kópa­vogs­bær um 70 millj­ónir og fékk um 36 millj­ónir vegna stíga­gerðar á fyrr­nefndu tíma­bili. Bæj­ar­ráðið beindi því til rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra að hún gætti jafn­ræð­is, þegar stað­setn­ing rík­is­stofn­anna væri ákveð­in.

Auglýsing

Ein lausn á þessu vanda­máli, ef rétt er að tala um það yfir höf­uð, væri að vera ekki með óþarf­lega mörg sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu heldur kannski bara eitt. Svæðið allt er eitt þjón­ustu­svæði þar sem fólk vinnur í einu sveit­ar­fé­lagi, býr í öðru og sækir þjón­ustu þvert á bæj­ar­mörk.

Það þyrfti ekki að ríf­ast mikið um stað­setn­ingar ein­staka stofn­anna ef þetta væri raun­in, og þá væri hægt að láta heil­brigða skyn­semi ráða ferð­inni og þá hags­muni sem væru bestir fyrir íbúa á svæð­inu öllu. 

Vonandi mun sá tími koma, að stjórn­mála­flokk­arnir í land­inu fara að horfa gagn­rýnum augum á sam­rekstur íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þar eru stór­kost­leg tæki­færi til hag­ræð­ingar og lífs­kjara­sókn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None