Sparnaður í húsnæði - Breytingar sem kalla á skoðun

Auglýsing

Stjórn­völd ákváðu að bjóða lands­mönnum upp á þann mögu­leika að nýta greiðslur í við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað til þess að greiða inn á hús­næð­is­skuld­ir, gegn því að fá skatt­afslátt á móti. Þetta er skyn­sam­leg að­gerð, að því er mér finnst. Már Wol­fang Mixa, aðjúnkt í fjár­málum við Háskól­ann í Reykja­vík, gerði það að umtals­efni á dög­unum, hvers ­vegna fólk væri ekki almennt að nýta sér þessa leið.

En hvernig er hið venju­bundna við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­ar­kerf­i ­byggt upp?

Til ein­föld­unar má segja að fyrir hverjar þús­und krónur sem greiddar eru í við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að, þá koma þús­und krónur á móti frá vinnu­veit­anda. Við útgreiðslu líf­eyris er síðan greiddur skattur af þess­ari upp­hæð, sem nem­ur tæp­lega 40 pró­sent­um. Af tvö þús­und krónum fara 800 krónur í skatt.

Auglýsing

Með þess­ari nýju leið, er skatt­ur­inn alveg felldur nið­ur, og ­fólki gef­inn kostur á því að greiða það sem ann­ars færi í við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað beint inn á hús­næð­is­skuld. Þannig nýt­ast tvö þús­und krón­urnar að fullu til greiðslu hús­næð­is­skulda.

Það er rétt hjá Má að þeir sem eru ekki að nýta sér þessa ­leið, eru að hafna ókeypis pen­ing­um, en nær úti­lokað er að ávöxt­unin í við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­inum geti verið svo góð að hún trompi nið­ur­fell­ing­u skatts­ins. Síðan er fólk von­andi ekki búið að gleyma því, að við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aður sem geymdur er í verð­bréfum á inn­an­lands­mark­aði getur gufað upp og orð­ið að engu, á skömmum tíma, eins og dæmin sanna.

Tvennt má nefna sem kallar á ítar­lega skoðun og umræð­u varð­andi þessar breyt­ing­ar, bæði hjá atvinnu­rek­endum og fólki almennt.

1.       Ef þessi leið verður fest í sessi, eins og ­stjórn­ar­mála­menn virð­ast hafa áhuga á, þá þarf að ræða um hvatann sem býr að baki við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­kerf­inu. Í grunn­inn byggir hug­myndin um ­mót­fram­lag atvinnu­rek­enda á því, að ávöxt­un­ar­mark­aður með fjár­magn eflist við það, þar sem fjár­magnið fer út á mark­að­inn beint og þannig „í vinnu“ með hags­muni heild­ar­innar að leið­ar­ljósi. Með því að bjóða fólki að fá skatta­af­slátt gegn því að greiða beint inn á lán, þá er ­leið fjár­magns­ins orðin allt önnur og hug­myndin um að virkja ávöxt­un­ar­mark­að­inn er ekki fyrir hendi. Þetta þarf ekki að vera neitt slæmt, og almennt er gott að ­fólk hafi val. Hins vegar er nauð­syn­legt fyrir atvinnu­rek­endur og fólk almennt að ræða þessi mál, svo allir átti sig á því hvað það þýðir að breyta kerf­in­u ­með þessum hætti.

2.       Fólk ætti ekki að þurfa að vera skráð í við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­þjón­ustu til þess að nýta sér þetta úrræði. Sé ver­ið að greiða féð og mót­fram­lagið beint inn lán, þá er ekk­ert sem kallar á að það sé skráð í við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­þjón­ustu og greiði þangað gjöld. Þá ættu þeir sem eru að greiða til erlendra við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­fyr­ir­tækja að óska eftir upp­lýs­ingum um það, hvenær fjár­magnið byrjar í reynd að ávaxtast, einkum ef fólk ætlar sér að greiða lengi inn á lánin og þessi leið verð­ur­ var­an­leg. Ávöxt­un­ar­fer­ill­inn er annar en hjá íslensku fyr­ir­tækj­un­um, ekki síst þar sem eigna­sam­setn­ingin erlendis er önn­ur. Þetta er lang­tíma­miðað og hugsað sem slíkt, og all­ar svona breyt­ing­ar, eins og hætta að greiða inn í nokkur ár, getur í reynd dreg­ið veru­lega úr ávöxt­un, þar sem kostn­að­ur­inn er fram­hlað­inn og greiddur upp fyrst. Þetta eru eðli­legar spurn­ingar sem fyr­ir­tækin ættu að svara fljótt og vel.

Það er fagn­að­ar­efni að fólki gef­ist kostur á því að greiða sparnað og mót­fram­lag atvinnu­rek­anda beint inn á lán, en það þyrfti að ræða um þessa breyt­ingu í víð­ara sam­hengi. Einkum ef hún verður var­an­leg.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari
None