Sparnaður í húsnæði - Breytingar sem kalla á skoðun

Auglýsing

Stjórn­völd ákváðu að bjóða lands­mönnum upp á þann mögu­leika að nýta greiðslur í við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað til þess að greiða inn á hús­næð­is­skuld­ir, gegn því að fá skatt­afslátt á móti. Þetta er skyn­sam­leg að­gerð, að því er mér finnst. Már Wol­fang Mixa, aðjúnkt í fjár­málum við Háskól­ann í Reykja­vík, gerði það að umtals­efni á dög­unum, hvers ­vegna fólk væri ekki almennt að nýta sér þessa leið.

En hvernig er hið venju­bundna við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­ar­kerf­i ­byggt upp?

Til ein­föld­unar má segja að fyrir hverjar þús­und krónur sem greiddar eru í við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að, þá koma þús­und krónur á móti frá vinnu­veit­anda. Við útgreiðslu líf­eyris er síðan greiddur skattur af þess­ari upp­hæð, sem nem­ur tæp­lega 40 pró­sent­um. Af tvö þús­und krónum fara 800 krónur í skatt.

Auglýsing

Með þess­ari nýju leið, er skatt­ur­inn alveg felldur nið­ur, og ­fólki gef­inn kostur á því að greiða það sem ann­ars færi í við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað beint inn á hús­næð­is­skuld. Þannig nýt­ast tvö þús­und krón­urnar að fullu til greiðslu hús­næð­is­skulda.

Það er rétt hjá Má að þeir sem eru ekki að nýta sér þessa ­leið, eru að hafna ókeypis pen­ing­um, en nær úti­lokað er að ávöxt­unin í við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­inum geti verið svo góð að hún trompi nið­ur­fell­ing­u skatts­ins. Síðan er fólk von­andi ekki búið að gleyma því, að við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­aður sem geymdur er í verð­bréfum á inn­an­lands­mark­aði getur gufað upp og orð­ið að engu, á skömmum tíma, eins og dæmin sanna.

Tvennt má nefna sem kallar á ítar­lega skoðun og umræð­u varð­andi þessar breyt­ing­ar, bæði hjá atvinnu­rek­endum og fólki almennt.

1.       Ef þessi leið verður fest í sessi, eins og ­stjórn­ar­mála­menn virð­ast hafa áhuga á, þá þarf að ræða um hvatann sem býr að baki við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­kerf­inu. Í grunn­inn byggir hug­myndin um ­mót­fram­lag atvinnu­rek­enda á því, að ávöxt­un­ar­mark­aður með fjár­magn eflist við það, þar sem fjár­magnið fer út á mark­að­inn beint og þannig „í vinnu“ með hags­muni heild­ar­innar að leið­ar­ljósi. Með því að bjóða fólki að fá skatta­af­slátt gegn því að greiða beint inn á lán, þá er ­leið fjár­magns­ins orðin allt önnur og hug­myndin um að virkja ávöxt­un­ar­mark­að­inn er ekki fyrir hendi. Þetta þarf ekki að vera neitt slæmt, og almennt er gott að ­fólk hafi val. Hins vegar er nauð­syn­legt fyrir atvinnu­rek­endur og fólk almennt að ræða þessi mál, svo allir átti sig á því hvað það þýðir að breyta kerf­in­u ­með þessum hætti.

2.       Fólk ætti ekki að þurfa að vera skráð í við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­þjón­ustu til þess að nýta sér þetta úrræði. Sé ver­ið að greiða féð og mót­fram­lagið beint inn lán, þá er ekk­ert sem kallar á að það sé skráð í við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­þjón­ustu og greiði þangað gjöld. Þá ættu þeir sem eru að greiða til erlendra við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­fyr­ir­tækja að óska eftir upp­lýs­ingum um það, hvenær fjár­magnið byrjar í reynd að ávaxtast, einkum ef fólk ætlar sér að greiða lengi inn á lánin og þessi leið verð­ur­ var­an­leg. Ávöxt­un­ar­fer­ill­inn er annar en hjá íslensku fyr­ir­tækj­un­um, ekki síst þar sem eigna­sam­setn­ingin erlendis er önn­ur. Þetta er lang­tíma­miðað og hugsað sem slíkt, og all­ar svona breyt­ing­ar, eins og hætta að greiða inn í nokkur ár, getur í reynd dreg­ið veru­lega úr ávöxt­un, þar sem kostn­að­ur­inn er fram­hlað­inn og greiddur upp fyrst. Þetta eru eðli­legar spurn­ingar sem fyr­ir­tækin ættu að svara fljótt og vel.

Það er fagn­að­ar­efni að fólki gef­ist kostur á því að greiða sparnað og mót­fram­lag atvinnu­rek­anda beint inn á lán, en það þyrfti að ræða um þessa breyt­ingu í víð­ara sam­hengi. Einkum ef hún verður var­an­leg.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiLeiðari
None