Sjónvarp og útvarp með yfirburði

Innlegg í umræðu um fjölmiðla í almannaeigu

Auglýsing

Und­an­farið hefur verið tals­verð almenn umræða um þróun fjöl­miðl­un­ar, hvert stefnir og einkum og sér í lagi hvernig „hefð­bundn­ir“ fjöl­miðlar munu lifa af tækni­breyt­ing­ar. Þetta hefur verið býsna áber­andi í tengslum við hina svoköll­uðu „Ey­þórs­skýrslu“ um RÚV („Skýrsla nefndar um starf­semi og rekstur RÚV frá 2007“, birt 29. októ­ber), en þar er að finna tals­vert magn af upp­lýs­ing­um, sem síðan eru not­aðar til að draga marg­vís­legar álykt­anir af. 

Auglýsing

Hér að neðan leit­ast ég við að skoða nánar tvö atriði sem koma fram í skýrsl­unni. Hið fyrra snýr að almennri þróun ljós­vaka­miðla í Evr­ópu og hið seinna er staða RÚV í alþjóð­leg­um/­evr­ópskum sam­an­burði.

Byrjum fyrst á nokkrum stað­reynd­um:

  • Sam­an­lagður tími sem Evr­ópu­búar nota í fjöl­miðla eykst ár frá ári

  • Aukn­ing í inter­net­notkun hefur lítil áhrif á vin­sældir útvarps og sjón­varps

  • Áhorf er meg­in­stef­ið, fremur en hlustun eða lestur

  • Með­al­tími sem Evr­ópu­búar nota í „áhorf“ er býsna stöð­ugur

  • Hefð­bundið sjón­varps­á­horf er yfir­gnæf­andi hluti áhorfs

  • Efni sér­sniðið fyrir inter­net­dreif­ingu er ein­ungis um 10% af heild­ar­á­horfi

  • Enn er yfir­gnæf­andi áhorf á sjón­varps­tæki (sam­an­borið við far­síma, tölv­ur, far­tölvur o.s.frv)

  • Annar hver Evr­ópu­búi hlustar reglu­lega á útvarp

Skoðum þetta aðeins nán­ar. Inter­netið hefur hrein­lega orðið við­bót við útvarp og sjón­varp, en alls ekki komið í stað­inn. Í raun er inter­netið smátt og smátt að verða ein af mik­il­væg­ustu dreifi­leiðum ljós­vaka­miðl­anna, einkum útvarps. Sá tími sem fólk almennt notar til þess að vafra á net­inu er ein­ungis helm­ingur þess tíma sem (línu­leg, e. line­ar) útvarps- og sjón­varps­notkun fram­kall­ar. 

Hitt er síðan annað mál því er spáð að net­notkun muni aukast um 20% á árunum 2014 til 2017 á meðan lestur dag­blaða og tíma­rita minnkar um 7%. Á sama tíma er gert ráð fyrir að hefð­bundin útvarps- og sjón­varps­notkun drag­ist ein­ungis saman um 2%. Í skýrsl­unni er þetta full­yrt (bls 6) og vel í lagt: „Miklar breyt­ingar eru í neyt­enda­hegð­un, sem koma fram í miklum sam­drætti á hefð­bundna sjón­varps­dag­skrá, einkum hjá ungu fólki. Mik­il­vægt er að skoða þjón­ustu­hlut­verk RÚV í ljósi þess­arar þró­un­ar“.  

Hvað sjón­varp varðar sér­stak­lega horfðu Evr­ópu­búar að með­al­tali 3,57 klst á sjón­varp, sem er aukn­ing um 20 mín­útur frá árinu 2008. Þessi stað­reynd er ansi slá­andi, og fór til að mynda algjör­lega fram­hjá höf­undum Eyþórs­skýrsl­unn­ar, þar sem hefð­bundin línu­leg dag­skrá er töluð nið­ur. Reyndar er áhorf á hefð­bundið sjón­varp víða á hægu und­an­haldi, en notkun „sarpa“ eykst og bætir víða upp tap­ið. Í sumum löndum eykst hins vegar sjón­varps­á­horf tals­vert.

Því er líka oft slegið fram að eng­inn undir 30 ára horfi lengur á hefð­bundna, línu­lega sjón­varps­dag­skrá.  Þessi full­yrð­ing er ein­fald­lega röng. Tökum dæmi frá Finn­landi þar sem 90% af áhorfi allra yfir 9 ára og 78% 9-44 ára er á hefð­bundna sjón­varps­dag­krá. Í Bret­landi er meira en helm­ingur heild­ar­á­horfs ung­linga 12-15 ára og 16 til 24 ung­menna ára á línu­lega dag­skrá sjón­varps. En vissu­lega er hreyf­ingin í átt að (yngra) fólk almennt velji í æ rík­ari mæli á hvað það horfir og hvenær, um það er ekki deilt. Spurn­ingin er hins vegar sú hvernig þró­unin verð­ur, einkum þegar unga kyn­slóðin með allt annað við­horf til áhorfs, er orðin sett­leg og með eigin fjöl­skyldu og því lífs­mynstri/á­horfi sem slíku fylg­ir. 

Í Bret­landi er 69% af heild­ar­á­horfs­tíma fólks eldra en 16 ára á línu­lega (beina) dag­skrá og sam­an­lagt er sjón­varp með 85% alls áhorfs. Hér fer ekk­ert á milli mála. En eru önnur tæki og tól til áhorfs að ryðja sjón­varpi burt, far­tölv­ur, borð­tölv­ur, spjald­tölvur og far­símar? Ekki alla vega í bráð, eru í raun bara við­bót og tals­vert mikið notuð til að horfa á línu­lega sjón­varps­dag­skrá.  

Hvað með efn­isveitur eins og Net­fl­ix, sem eru nán­ast að gera útaf við sér­stakar kvik­mynd­ar­ásir og breyta fjöl­miðla­lands­lag­inu hratt? En stað­reyndin er sú að áskrif­endur Net­flix eru að jafn­aði að horfa minna en eina kls á dag á efni fengið það­an, á meðan fólk almennt í Evr­ópu horfir að jafn­aði næstum 4 klst á línu­lega sjón­varps­dag­skrá. 

Annar sam­an­burð­ur: YouTube not­andi horfir að jafn­aði í 12 mín­útur á dag. Ef við þrengjum sam­an­burð­inn, tökum annan vinkil og horfum á eina rás, t.d. BBC1 þá er hver not­andi þar að horfa að með­al­tali í 48 mín­útur á dag, NRK1 í Nor­egi í 47 mín­út­ur. Hvað með Gang­ham Style mynd­band­ið, sem var horft á 2.2 þús­und milljón sinn­um, vin­sælasta mynd­band sög­unn­ar? Er eitt­hvað sem stenst sam­an­burð við 159 millj­ónir klukku­tíma í heild­ar­á­horf? 

Berum þessa tölu saman við eina vin­sæl­ustu þátta­röð­ina í Bret­landi, Strictly Come Dancing á BBC 1. Á síð­ustu ser­í­una, haustið 2014, var sam­an­lagt, upp­safn­að, áhorf 321 milljón klukku­stundir eða tvö­falt meira en á hið fræga suð­ur­-kóreska vid­eo. Áhrifa­mátt­ur­inn er síðan marg­faldur á miðað við aðra dag­skrá eða miðl­un. Það væri freist­andi að taka dæmi frá mínum vinnu­stað, Eurovision, og nota söngvakeppn­ina í sam­an­burði, en það læt ég bíða betri tíma. Sem og hlut­verk beinna íþrótta­út­send­inga.

Hér má sjá % hlut­fall þeirra Evr­ópu­búa sem horfa ein­hvern tím­ann á sjón­varp eða hlusta á útvarp í viku hverri: Hjá yngra fólki var þessi tala 76% 2014 og hefur lækkað úr 81% 2009. Sama til­hneig­ingin og áður, en þró­unin hefur verið fremur hæg. Þessar tölur eru nán­ast þær sömu fyrir Ísland.

Þetta segir okkur ekki annað en að staða línu­leg­ar, hefð­bund­inn­ar, sjón­varps­dag­skrár er enn ákaf­lega sterk og breyt­ist ekki hratt, en vissu­lega er þró­unin í þá átt að fólk vill í æ rík­ari mæli stýra eigin áhorfi.   

Eyþórs­skýrslan dregur upp nokkuð aðra mynd, bls 24: „Tæknin hefur mikil áhrif á áhrif og hlustun um allan heim, einkum hjá yngri hóp­um“ og talað um að til­vist­ar­grunnur fjöl­miðla breyt­ist hratt með auknu fram­boði og aðgengi efn­isveitna.

Útvarp, er það ekki úrelt og að hverfa? 2009 var með­al­tals-hlustun ein­stak­lings í Evr­ópu 2,50 klst. Í dag er hún 2,42 klst. Svarið er því ein­falt: Nei. Hitt er síðan annað mál að hlustun hefur mikið til færst frá hefð­bundnum dreifi­leiðum og yfir á net­ið. Um helm­ingur Svía, Spán­verja, Hol­lend­inga og Íra sem nota netið hlusta þar á útvarp. Tökum annað dæmi, frá Spáni. Inter­net­notkun þar þre­fald­að­ist á síð­ustu 15 árum, skilj­an­lega, en heild­ar­hlustun á útvarp per dag stóð í stað á sama tíma, var og er um 1,50 klst. Til sam­an­burðar er net­notkun Spán­verja að með­al­tali 1,4 klst per dag.  

Auglýsing

Sam­kvæmt gögnum sem ég hef kom­ist yfir eru Íslend­ingar sú þjóð í Evr­ópu sem skemmst horfir á sjón­varp á dag, 1,57 klst. Hinar Norð­ur­landa­þjóð­irn­ar, Danir (2,53), Norð­menn (2,43), Svíar (2,33) og Finnar (2,56) eru nálægt, en á hinum end­anum eru þjóðir Suð­ur- og Aust­ur-­Evr­ópu, t.d. Tyrkir (4,07), Portú­galir (4,56), Rúm­enar (5,42) og Serbar (5,04). Hér erum við Íslend­ingar í góðum hópi þjóða sem við viljum líkja okkur við hvað varðar lífs­mynstur og innri sam­fé­lags­gerð.

En eitt eiga flestar þjóðir Evr­ópu sam­eig­in­legt hvað þetta varð­ar, þ.e. að yngra fólk horfir sífellt minna á hefð­bundið sjón­varp. Þetta kallar á ýmis við­brögð, t.d. að hefð­bundnar sjón­varps­stöðvar laga sig að þessu nýja umhverfi. Fáum dettur hins vegar í hug að þessi frá­bæra og eðli­lega (tækn­i-) þróun breyti sjálfum til­vist­ar­grunni fjöl­miðla í almanna­eigu. Þeir þurfa hins vegar klár­lega að aðlag­ast og mér sýn­ist ekki betur en að RÚV gangi býsna vel hvað það verk­efni varð­ar. Um það fjallar seinni grein mín. 

Helstu heim­ild­ir: ­Gagna­banki EBU, Ofcom UK, Zenith Op, Eurodata TV World­wide.

Ingólfur Hann­es­son starfar sem fram­kvæmda­stjóri íþrótta­sviðs EBU, Evr­ópu­sam­bands útvarps- og sjón­varps­stöðva, oft kennt við Eurovision. Önnur grein hans um stöðu RÚV mun birt­ast í Kjarn­anum á næstu dög­um. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None