„Á föstudagskvöldið tókstu líf einstakrar manneskju. Ástar lífs míns, móður sonar míns. En þú munt aldrei fá hatur mitt.“
Þetta sagði Antoine Leiris sem missti eiginkonu sína í árásunum í París í opnu bréfi á Facebook þar sem sem hann talaði til morðingja konu sinnar.
Þetta eru sterk orð, og mikill þungi sem í þeim býr. Skilaboðin eru líka heilbrigð og rétt. Hatrið þarf að einangra og ekki má leyfa því að smita út frá sér. Samstöðu þarf að mynda gegn óttanum og óörygginu.
Auglýsing